Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.1 C
Reykjavik

NBA-stjarna ekki ákærð fyrir samskipti sín við ólögráða stelpu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

NBA-stjarnan Josh Giddey verður ekki ákærð.

Lögreglan í Newport Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur gefið út yfirlýsingu um að Josh Giddey, leikmaður Oklahoma City Thunder, verði ekki ákærður. Lögreglan hóf rannsókn á leikmanninum í nóvember eftir að myndir og myndbönd af leikmanninum birtust á samfélagsmiðlum. Í þeim var leikmaðurinn í nánum samskiptum við stelpu sem var sögð vera undir lögaldri.

Talið er að myndirnar séu gamlar og leikmaðurinn hafi verið 19 eða 20 ára gamall þegar myndirnar voru teknar. Ekki liggur fyrir hversu gömul stúlkan var á þeim tíma. Samkvæmt heimildum fjölmiðla neitaði stúlkan og fjölskylda hennar að taka þátt í rannsókn málsins. Í yfirlýsingu lögreglu var greint frá því að engin sönnunargögn hafi fundist um saknæmt athæfi af hálfu Josh Giddey en hann þykir einn af efnilegri leikmönnum NBA-deildarinnar. Meðan rannsókn málsins fór fram hélt hann áfram að spila með liði sínu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -