Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Rússneskar herdeildir drápu 11 ára stúlku og fimmtugan föður hennar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í fyrrinótt réðust rússneskir herflokkar á úkraínsku borgina Zaporizhzhia og drápu 11 ára stúlku og fimmtugan föður hennar.

Samkvæmt útlagamiðlinum rússneska, Meduza, gerðu rússneskir herflokkar árás á borgina Zaporizhzhia í fyrrinótt. Haft er eftir neyðarþjónustu svæðisins, að einkaheimili hafi skemmst og varð eldi að bráð í árásinni. Létust tvær manneskjur í brunanum, 11 ára stúlka og fimmtugur faðir hennar. Björgunaraðilar drógu móður stúlkunnar, 46 ára úr rústunum en hún var á lífi. Skotið var á fleiri heimili en enginn særðist í þeim árásum.

Hindustan Times segir að Anatoliy Kurtev, ritari borgarstjórnar Zaporizhzhia hafi sagt á Telegram-reikningi sínum að tvær eldflaugar hefðu eyðilagt byggingu og skemmt tugi annarra í næturárásinni. „Bölvaðir rússnesku hryðjuverkamennirnir réðust aftur á Zaporizhzhia og tóku mannslíf,“ skrifaði hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -