Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Sviplegt andlát fréttakonu í Wisconsin: „Hjarta mitt er sprungið í milljón parta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum leikstjórnandi kvennaliðs University of South Florida í körfubolta, South Florida Bulls, fannst látin á heimili sínu þann 27. ágúst síðastliðinn. Neena Pacholke var aðeins 27 ára gömul en hún hafði starfað sem fréttakona á News 9 sjónvarpsstöðinni í Wisconsin.

Systir Neenu, Kaitlynn Pacholke, tilkynnti harmafregnirnar á Instagram.

„Ég er orðlaus,“ skifaði Kaitlynn í gær. „Hvernig getur nokkur fundið orð á versta degi lífs síns?“ Hún hélt áfram: „Á laugardaginn, 27. ágúst, hrundi heimurinn á versta mögulega veg. Litla systir mín er dáin. Besti vinur minn síðustu 27 árin.“

Neena lék með South Florida Bulls frá 2013-2016.

Fulltrúar lögreglunnar í Wausau rannsaka nú andlát Neenu, að sögn Ben Graham, lögreglustjóra sem ræddi við E! News.

„Lögreglumenn í Wausau voru sendir að heimili í suðausturhluta Wausau á laugardagsmorgun til að athuga með konu sem þar bjó en hún hafði þá gefið frá sér sjálfsvígsyfirlýsingar,“ sagði Graham. „Eftir að enginn kom til dyra fóru lögreglumennirnir inn á heimilið og fundu Pacholke látna.“

Að sögn lögreglunnar er ekki grunur um að andlátið hafi borð að með saknæmum hætti en málið er áfram rannsakað. Ekki hefur lögreglan gefið upplýsingar um dánarorsök né frekari upplýsingar.

- Auglýsing -

Kaitlynn bætti því við á Instagram að andlát systur hennar sé óraunverulegt og að hún vilji „vakna upp frá þessari hræðilegu martröð.“

„Hjarta mitt er sprungið í milljón parta og ég veit að ég verð aldrei söm aftur. Einn daginn munu orðin koma til mín. En nú er það eina sem ég get sagt að hún finnur ekki lengur til og ég er þakklát fyrir það.“ Því næst beindi hún orðum sínum beint að systur sinni: „Ég elska þig meira en þú gast nokkurn tíman skilið. Þú varst besti vinur minn, þú varst veröld mín. Mér þykir leitt að ég gat ekki bjargað þér. Takk fyrir allt.“

Liðið sem Neena lék með í háskólakörfuboltanum minntist hennar einnig á Twitter.

- Auglýsing -

„Við erum miður okkar vegna frétta af skyndilegu andláti okkar elskaða fyrrum liðsmanns, Neenu Pacholke. Hugur okkar og bænir eru með Neenu og fjölskyldu hennar á þessum hræðilega erfiða tíma.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -