Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Telja líklega að Rússar hafi ætlað að hæfa barnaspítalann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu rannsóknar Sameinuðu Þjóðanna á sprengjuárás Rússlands á Úkraínu í gær er talið líklegt að Rússar hafi viljandi beint eldflaugum sínum að barnaspítala í Kænugarði. Talið er að tæplega 700 börn og yfir eitt þúsund starfsmenn hafi verið á spítalanum þegar árásin var gerð.

Ekki liggur ennþá fyrir hversu margir létust í eldflaugaárásinni í gær en sorgardegi hefur verið lýst yfir í höfuðborginni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur vísað öllum ásökunum um að eldflaugunum hafi verið viljandi beint að spítalanum á bug og segir að loftvarnarkerfi Úkraínu eigi skilið alla sök í málinu.

Þá hefur heimsókn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, til Rússlands harðlega gagnrýnd en forsætisráðherrann hitti Pútin í gær. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, lét hafa eftir sér að það væri vonbrigði að Modi hafi faðmað blóðugasta glæpamann heims.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -