Mánudagur 5. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

TikTok-stjarna lést skyndilega aðeins þrítug að aldri: „Ég mun ekki gefast upp“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

TikTok-stjarnan Jehane Thomas er látin, aðeins þrítug að aldri.

Hin enska Jehane Thomas, sem sló í gegn á TikTok með myndbandsfærslum sem tveggja bara móðir, er látin, þrítug að aldri.

Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.

Nokkrum mánuðum fyrir andlátið byrjaði hún að skrásetja heilsuvanda sinn á samfélagsmiðlinum en hún þjáðist meðal annars af gríðarlegum mígrenisköstum. Góðvinur hennar staðfesti andlátið og hefur sett upp GoFundMe söfnunarsíðu fyrir fjölskyldu hennar.

„Jehane Thomas var þrítug móðir tveggja drengja er hún lést skyndilega 17. mars 2023,“ stendur á söfnunarsíðunni. „Þrátt fyrir að hún hafði þjáðst af mígreni og veikindaköstum í nokkra mánuði var fráfall hennar algjörlega óvænt og við erum öll gjörsamlega miður okkar.“

Hin sorglegu skilaboð frá vini Jehane, Alyx héldu áfram: „Börnin hennar tvö, Isaac (þriggja, næstum fjögurra ára) og Elijah (eins árs), er nú móðurlausir. Ég hef opnað þessa síðu í von um að safna svolitlum peningi svo hennar fallegu strákar geti upplifað góða æsku, búið til minningar og sjá til þess að þeim líði bærilega. Ekkert mun færa þeim móður sína aftur, en við vonum að þetta geti létt undan hjá fjölskldunni, vitandi af umhyggjunni og stuðningnum.“

Í síðasta myndbandi Jehane sem hún setti inn á TikTok, nokkrum dögum fyrir andlát hennar, sagði hún frá því að þrátt fyrir að hafa dvalið í sex daga á spítala vikuna áður, þyrfti hún aftur að leggjast inn. Hafði hún þá verið grein með sjóntaugabólgu. „Ég bíð enn eftir að fara í aðgerð,“ skrifaði hún við myndbandið. „Ástæðan fyrir því að þeir gerðu það ekki í síðustu viku var sú að það myndi leysa málið að vera með vökva í mér. Ég er með fjóra lítra af vökva í mér og hausinn á mér þennan morguninn er skelfilegur. Ég er að bíða eftir að fá að vita hvort ég geti tekið eina af Frovatriptan töflunum mínum fyrir aðgerðina því ekkert annað verkjalyf virkar gegn þessum þrýsingi, eða hvort ég þurfi að bíta á jaxlinn og vona að skurðaðgerðin veiti mér tafarlausan létti. Ég get ekki lyft höfðinu án þess að þurfa að kasta upp og ég get ekki gengið, það þarf að keyra mér um í hjólastól út um allt. Svo slæmur er verkurinn.“

- Auglýsing -

Áður en hún var lögð inn aftur, lýsti Jehane því í síðasta Instagram-færslu sinni, hvernig var að vera í burtu frá sonum sínum.

„Þetta er búin að vera mjög krefjandi vika, ekki bara líkamlega heldur líka andlega,“ skrifaði hún. „Ég hef saknað þessara tveggja svo mikið og mér finnst þeir hafa báðir vaxið svo mikið á meðan ég var í burtu. Ég er kannski komin heim en ég er enn að kljást við mígrenið, eins og ekkert hafi í raun verið gert eftir heila viku þar og ég vil miklu frekar meðhöndla þetta sjálf heima með þessum í kringum með en að vera skilin eftir í rúmi, alein dag og nótt, þannig að það er ekki búið að laga mig en ég mun ekki gefast upp.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -