Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Tveggja barna móðir ákærð fyrir að nauðga tvíburabræðrum undir lögaldri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrjátíu og sjö ára gömul móður frá Virginiufylki í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir nauðgun eftir að lögreglan fann hana nakta með 15 ára dreng sem leitað hafði verið að. Tvíburabróðir hans sakar konuna einnig um misnotkun.

Fangamynd af Watts.

Fram kemur í frétt The New York Post að Ashleigh Watts hafi upprunalega verið nöppuð af lögreglunni er hún kom heim til hennar í Chesepeake í Virginiufylki í júlí, í leit að týndum unglingsstrák. Hún bað lögregluna um að bíða fyrir utan á meðan hún færi í brjóstahaldara og setti hundana út. „Lögreglufulltrúar sögðu að þó nokkrum mínútum síðar hafi Watts komið aftur að dyrunum með hundana sína tvo, og hleypti þeim inn,“ segir í dómsskrám.

Þar segir ennfremur: „Þegar lögreglufulltrúarnir fjarlægðu dýnu í svefnherbergi á efri hæðinni, sáu þeir hvítan unglingastrák fela sig í litlu rými, aðeins klæddur boxer-nærbuxum. Þegar hann var spurður hvort hann væri sá sem hafði strokið að heiman, játaði hann því og sýndi þeim æfingaökuskírteini sitt.“

Í byrjun var Watts ákærð fyrir að hafa stuðlað að afbrotum ungmenna, en kæran hefur síðan stækkan en hún er nú ákærð fyrir þrjú tilvik um ósiðsama háttsemi gagnvart börnum undir lögaldri, vegna sjúkra samskipta sem hún er sökuð um að hafa átt við unglingana.

Tvíburarnir bjuggu á móti einbýlishúsi Watts og voru vinir sonar hennar, sem er á svipuðum aldri og þeir. Watts er grunuð um að hafa byrjað að gera sér dælt við bræðurna, ári áður en hún var nöppuð. Lögreglan hóf að rannsaka hina tveggja barna móður eftir nafnlausa ábendingu um meint kynferðislegt saman hennar við tvíburana, í febrúar.

- Auglýsing -
Watts.

Sama mánuð hafði eiginmaður Watts komið að henni um klukkan tvö eftir miðnætti, þar sem hún var ber að ofan í sófanum við hliðinni á öðrum tvíburanum, sem „þóttist vera sofandi,“ samkvæmt játningu hans síðar í rannsókn málsins.

Þegar foreldrar drengsins spurðu hann út í atvikið sagðist hann hafa farið á heimili Watts til að reykja gras og að hann hafi sofnað í sófanum. Fjölskyldurnar tvær voru „mjög nánar“ og höfðu þá reglu að dyr beggja heimila stæðu ætið opnar fyrir meðlimi fjölskyldanna.

Foreldrar bræðranna sögðu lögreglufulltrúum að þeir hefðu eytt miklum tíma á heimili Watts en að þau hefðu gert ráð fyrir að þeir væru að hanga með syni hennar.

- Auglýsing -

Watts er þó grunuð um að hafa, á bakvið luktar dyr, hafa misnotað tvíburana kynferðislega sem og tilfinningalega en annar þeirra sagði öðrum nágranna sínum frá sjúkri misnotkun Watts. „Nágranninn sagði að hann hefði sagt sér að hann hafi verið að stunda kynlíf með frú Watts síðan í júní 2022,“ skrifaði lögreglan í yfirlýsingu um líklegt tilefni. „Hann sagði nágrannanum að hann og frú Watts væru ástfangin og þegar hann yrði 17 ára myndi hún skilja við eiginmann sinn og giftast sér.“

Yfirvöld segja að eftir að hið meinta 13 mánaða samband var afhjúpað hafi unglingurinn strokið að heima og fundist í felum í svefnherbergi Watts, þremur vikum síðar, þann 26. júlí, samkvæmt WAVY.

Tvíburarbróðir drengsins játaði við rannsóknaraðila að Watts hefði boðið honum í heimsókn til að reykja gras og að hún hefði gefið honum nærbuxnapar af henni. Hann heldur því einnig fram að hún hefði snert sig á óviðeigandi hátt, þrátt fyrir að hann hefði beðið hana um að hætta. Foreldrar tvíburanna, sem og eiginmaður Watts, hafa krafist nálgunarbanns á hana.

Skýrsla sem eiginmaður konunnar lagði fram, lýsir miklu magni af peningum, marijúana og fyrirframgreiddum farsíma sem að sögn fannst á heimilinu eftir handtöku hennar.

Watts getur átt þrjátíu ára fangelsi yfir höfði sér, verði hún fundin sek.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -