Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Framkvæmdastjórn Landspítala segist ekki bólusett: „Nei guð minn góður, það er langt í mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landpsítalinn þvertekur fyrir að Páll Matthíasson forstjóri og aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar spítalans hafi verið bólusettir. Mannlíf óskaði eftir lista yfir alla þá starfsmenn Landspítala sem bólusettir hafa verið fram til þessa en hann fæst ekki afhendur því stangur lögverndaður trúnaður ríkir þar um.

Saga þess efnis að öll framkvæmdastjórnin hafi verið bólusett flýgur nú fjöllum hærra í samfélaginu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðamaður forstjóra, þvertekur fyrir að hafa sjálf verið bólusett og hið sama eigi við um aðra meðlimi stjórnarinnar, að undanskildum Jóni Hilmari Friðrikssyni. Aðspurð segir hún Pál forstjóra ekki heldur hafa verið bólusettan. „Nei guð minn góður, það er langt í mig. Ég verð sjálfsagt síðust á spítalanum enda er ég ekki að sjá neina sjúklinga. Það verður ekki fyrr en sérgreinar stjórnarmeðlima fara á listann enda engin ástæða til þess fyrr,“ segir Anna.

Anna Sigrún telur sig verða jafnvel síðasta á spítalanum til að verða bólusett.

Anna bendir á að mögulega hafi þessar sögusagnir farið af stað sökum þess að þegar fyrstu umferðir bólusetnina fóru af stað hafi talsvert af stjórnendum heilsugæslunnar verið bólusettir. „Það var væntanlega vegna þess að þeir meta það svo að þeir eru að sjá sjúklinga sem geti verið Covid-smitaðir. Því er hins vegar ekki til að dreifa hjá okkur á Landspítalanum enda er reglugerðin um þetta mjög skýr,“ segir Anna.

Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, styður frásögn Önnu Sigrúnar. „Við höfum fram til þessa einungis bólusett framlínustarfsfólk og fólk í mikilli smithættu í sínum störfum. Farið er eftir reglugerð heilbrigðisráðherra í þeim efnum og strangur trúnaður þar að lútandi,“ segir Stefán.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -