Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Friðgeir hefur ekki séð dóttur sína í 11 ár – „Sakna hennar þrátt fyrir að þekkja hana ekki í dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í dag (28. júní) eru liðin 11 ár síðan þessi mynd var tekinn af dóttur minni, Katrínu Steinu, þar sem hún var að leika við Loga frænda sinn sem er þremur vikum yngri ,“ skrifar Friðgeir Sveinsson og bætir við:

„Þetta var með seinustu stundum sem að Katrín Steina átti með föðurfjölskyldu sinni. Rúmum mánuði seinna fór móðir Katrínar Steinu að tálma umgengni og í raun þurrkaði hún alla föðurfjölskyldu Katrínar Steinu út úr hennar lífi,“ segir Friðgeir og spyr:

„Hvers vegna?“

Hann segir að móðir Katrínar Steinu, „þurfi að útskýra það einhvern daginn fyrir einhverjum; svo mikið er víst. Vert er að taka fram að allt það ofbeldi sem móðurfjölskylda Katrínar Steinu er að beita hana er allt gert í nafni móðurástar og með fullum stuðningi yfirvalda; Sýslumanns, Barnaverndar og dómstóla.“

Eins og gefur að skilja saknar Friðgeir dóttur sinnar alla daga, „“þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt í dag. Það að missa barnið sitt í dómstólaverndað tálmunarofbeldi er eitthvað sem ekki venst; tíminn læknar ekki öll sár,“ skrifar Friðgeir og heldur áfram:

„Þegar Katrín Steina brýtur sig undan því ofbeldi og þeim lygavef sem hún var sett í af móður sinni og hennar fjölskyldu þá er hér stór fjölskylda sem bíður. Og herbergið hennar er búið að vera tilbúið á okkar heimili í nokkur ár. Emil Mar litli bróðir hennar er hérna líka, og hann veit alveg hver Katrín Steina er, og hlakkar til að hitta hina stóru systur sína.“

- Auglýsing -

Í lok færslunnar skrifar Friðgeir beint til dóttur sinnar:

„Katrín Steina mín. Hvar sem þú ert, Pabbi elskar þig, saknar þín og hvenær sem er getur þú komið og þú átt annað heimili þar sem þér verður sagt satt,“ og gefur í framhaldi af þessum orðum upp símanúmer sitt, „ef þú vilt hringja í mig. Hvenær sem er. Kveðja, Pabbi“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -