Gaf brjóst á tískupöllunum og fólk elskar það

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýbakaða móðirin Mara Martin var valin til að ganga tískupallana á tískusýningu á vegum Sports Illustrated í Miami síðasta sunnudagskvöld.

Það má með sanni segja að Mara hafi vakið verðskuldaða athygli, en hún gekk pallana með fimm mánaða gamla dóttur sína í fanginu og gaf henni brjóst um leið.

Stórglæsileg Mara.

Mara var ein af sextán konum sem voru valdar til að ganga í tískusýningunni, en Sports Illustrated tók við rafrænum umsóknum frá áhugasömum konum vegna sýningarinnar. Einhverjar konur voru boðaðar í áheyrnarprufu og svo fór að Mara var ein af þeim heppnum, en hún deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Áhorfendur á sýningunni, sem og netverjar sem hafa horft á frammistöðu Möru á tískupöllunum, eru hæstánægðir með það að Mara hafi gefið barni sínu brjóst á viðburðinum, enda mikið tabú sem fylgir brjóstagjöf á almannafæri í Bandaríkjunum.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira