2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Glitter fyrsta lagið af komandi plötu Jökuls Loga

Tónlistarmaðurinn og taktsmiðurinn Jökull Logi var að senda frá sér lagið Glitter. Þetta er fyrsta lag Jökuls Loga síðan hann gaf út EP-plötuna In Wedding seinasta sumar.

Þetta er sennilega fyrsta lagið af komandi plötu Jökuls Loga en hann stefnir á að gefa út fullt af nýrri tónlist í ár. Áður en Jökull Logi fór að gefa út tónlist undir eigin nafni var hann í hljómsveitinni LESULA ásamt Daða Frey og fyrir það var hann í rappdúóinu MC Daði og MC Jökull með fyrrnefndum listamanni. Síðan þá hefur annar þeirra slegið rækilega í gegn og er því annar þeirra að hita upp fyrir hinn á Dillon þann 8. mars.

Miðasala er hafin á tix.is

Lagið er mixað og masterað af hollenska pródúsernum Glimlip, artworkið er eftir ljósmyndarann Kötu Jóhanness.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is