Fimmtudagur 12. september, 2024
3.8 C
Reykjavik

Gunnella leikkona er umhverfissinni: „Sjúklega mikið af grænmeti í plasti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar, Gunnella Hólmarsdóttir, er gift tveggja barna móðir og hundaeigandi sem býr í Hafnarfirði. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, leikstjóri og handritshöfundur og kennir einnig yoga þegar tími gefst til. Hún er umhverfissinni og heldur úti instagram reikning sem heitir Hreinsum jörðina.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Þegar ég versla í matinn þá reyni ég að hugsa um nýtinguna á matnum. Ég versla sjaldnar og meira í einu og því mikilvægt að vita hvað maður þarf yfir vikuna. Með góðu plani finnst mér ég ná að spara mest og matarsóun verður mun minni.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Fyrir mér er mjög mikilvægt að endurnýta sem mest á heimilinu. Gömul slitin handklæði hef ég til dæmis nýtt sem fjölnota bómull. Tannbursta, sýð ég alltaf og nýti áfram í ýmsar hreingerningar. Krukkur nota ég áfram undir mat og sultur. Ef það er eitthvað sem ég get ekki nýtt þá reyni ég að gefa það áfram til vina og fjölskyldu eða koma því á rétta staði.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

- Auglýsing -

Í fyrsta lagi hvaðan kemur varan? Hvar er hún framleidd og undir hvaða kringumstæðum? Ég reyni að kaupa frekar vandaðar og helst umhverfisvænni vörur en ekki. Ég hugsa mikið um pakkningarnar og reyni að öllum mætti að forðast plast og illa samsettar pakkningar sem flækja flokkun.

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Grænmeti í plasti. Því miður er sjúklega mikið af grænmeti í plasti og því erfitt að komast hjá því. Skyndibitamatur er líka alltaf í plasti eða pakkningum og vildi ég óska að fleiri staðir biðu upp á að maður kæmi með fjölnota ílát.

- Auglýsing -

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Umhverfisvernd skiptir mig öllu máli. Ef við stöndum ekki saman og erum stöðugt á varðbergi fer illa fyrir mannkyninu. Fyrir mér er dæmið augljóst. Við verðum öll að gera eitthvað í okkar málum. Best finnst mér að hugsa, ég þarf ekki að gera allt ég þarf bara að gera eitthvað. Þannig reyni ég að minna mig á daglega að gera eitthvað sem er umhverfinu mínu í hag. Til dæmis með því að vera með bíllausan dag, fara út að plokka eða minnka kjötneyslu.

Annað sem þú vilt taka fram?
Ef við viljum breytingu, sama hver hún er. Þá verðum við sjálf að byrja breytinguna hjá okkur.

Á instagram reikningi mínum Hreinsum jörðina má sjá hvernig ég geri fallega gjafapoka úr morgunkornskössum, gömlum ónýtum bókum og öðru sem fellur til á heimilinu. Það er svo gaman að hugsa í lausnum og vera skapandi. Það er líka frábær fjölskyldu skemmtun og ég mæli með að þið prófið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -