Þriðjudagur 26. september, 2023
10.3 C
Reykjavik

Hættulegt gasið læðist um Reykjanes: Fólki ráðlagt að sofa við lokaða glugga og vera varkárt

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gasmengun á Reykjanesi hefur mælst hækkandi frá því í gærkvöld þegar gosið við Litla Hrút hófst Undir morgun hafði mengun í Njarðvík aukist um allt að 30 prósent. Loftgæðin sem mældust vera um 6 í gærkvöld fóru upp í 8,1 undir morgun. Fólk á svæðinu hefur verið ráðlagt að hafa glugga lokaða og slökkt á loftræstingu. Viðkvæmu fólki er ráðlagt að fara sérstaklega varlega. Þessu ástandi fylgir sviði í augum og í öndunarfærum. Þótt ástandið nú sé ekki talið vera hættulegt getur það verið fljótt að breytast.

Góður kraftur er í gosinu sem hófst síðdegis í gær. Það var í upphafi talið vera um tífalt stærra en fyrsta gosið af þremur sem hófst í Fagradalsfjalli. Nú hefur dregið úr kraftinum og það er svipað og forverar þess. Gossprungan nú er um þrjá kílómetra frá gosinu sem varð við Kistufell. Hún er um 900 metrar að lengd. Talið er að hún nái til austurs undir Keili.

Jarðvísindamenn  hafa engu viljað spá um framvindu gossins sem gæti lokið fljótlega eða staðið lengi yfir. Gosið á Reykjanesi nú kemur ekki á óvart enda talið að upp sé runnið tímabil eldgosa á svæðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -