Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Halldóra Thoroddsen látin: „Elska hennar náði til allra er nærri henni voru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldóra Thoroddsen, skáld og rithöfundur, er látin, 69 ára að aldri.

Halldóra gaf út sína fyrstu bók árið 1990, þegar hún var fertug. Eftir hana liggja ljóðabækur, smásögur og tvær skáldsögur. Bók hennar, Tvöfalt gler, hlaut Fjöruverðlaunin árið 2016, og ári síðar verðlaun Evrópusambandsins.

Halldóra Thoroddsen Mynd / Facebook

Páll Baldvinsson Baldvinsson rithöfundur og frændi Halldóru minnist hennar með hlýhug í færslu á Facebook. Páll og Halldóra voru þremenningar, en ömmur þeirra voru systur.

„Vil ég minnast hennar Dóru. Jörð skalf daginn er sú harmafregn barst okkur frændfólki hennar að hún væri fallin frá, bráðkvödd. Frá því ég man fyrst eftir mér var hún hluti af stórum frændgarði, ömmur okkar voru systur en við kynntumst ekki fyrr en við urðum sambýlingar í stóru timburhúsi við Bergstaðastræti þar sem þau Kuggur bjuggu um skeið. Þá var engu líkara en við hefðum þekkst alla tíð. Hún var látlaus manneskja, einstaklega hlý og mild í lund, með blik í auga eins og Lára ömmusystir hennar. Kurteis og glaðlynd, fagurkeri eins og hún átti ætt til. Seinna sótti hún nám til móður minnar sem mat hana mikils fyrir listfengi hennar og fágaðan smekk á handverk.

Gestkvæmt var á Bergstaðastrætið á þessum árum. Bjartan sunnudagsmorgun hafði útigangsmaður átt sinn hinsta náttstað undir útidyratröppum og ég heyrði Dóru í morgunkyrrðinni tala til hans blíðlega og er leið á morguninn litum við til hans aftur en þá var hann ekki vakinn. Elska hennar náði til allra er nærri henni voru. Við vorum glöð þegar hún fann rödd sinni farveg í textasmíð, þangað átti hún erindi með sinni sérstöku rödd og sýn á mannheima. Missirinn er sár. Piltarnir hennar, systur, bróðir, frænkur, frændgarður, vinir, hafa mest misst. Ljóminn af henni Dóru er skýr og skær. Og nú þegar við reynum að ná áttum vil ég minnast hennar í löngu liðnum minningarglampa þar sem hún dansaði ein, ung, fögur og glöð um salinn á Gamla garði í fögnuði sínum að vera til. Hennar er sárt saknað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -