Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Helena Reynis er komin yfir í abstrakt málverk: „Þá vantaði mig bara liti og expression“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Listakonan Helena Reynisdóttir er afmælisbarn dagsins en hún fæddist á þessum fína degi árið 1994. Glöggir lesendur átta sig sjálfsagt á því að það þýðir að Helena er 28 ára í dag.

Helena, sem þekkt er fyrir myndlistina sína, býr ásamt kærastanum, Isaac í Berlín en þangað fór hún upprunalega til að stunda listnám sem hún útskrifaðist síðan úr. Nú vinnur hún hjá fyrirtæki sem heitir Xena en þar aðstoðar hún stórfyrirtæki á borð við Spotify og fleiri við að útvega þeim kvenkyns hugbúnaðarverkfræðinga. „Sem sagt við erum feminískt fyrirtæki sem hjálpar að finna konur í störf í þessum bransa,“ sagði Helena þegar blaðamaður Mannlífs bjallaði á hana í tilefni dagsins.

Helena í kúrekastuði
Ljósmynd: Instagram – skjáskot

En ætlar Helena að fagna deginum sérstaklega?
„Já ég er einmitt að fara út núna með kærastanum. Hann er með eitthvað óvænt planað fyrir mig þannig að ég veit ekkert hvað það verður en það verður eitthvað skemmtilegt,“ sagði Helena augljóslega spennt.

Helena teiknaði meðal annars forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson.
Ljósmynd: Instagram – skjáskot

Helena er að undirbúa nýja myndlistarsýningu í Berlín en listaverkin sem hún hefur verið að vinna í undanfarið er frábrugðin því sem aðdáendur hennar eru vanir. „Ég er svolítið búin að skipta yfir í abstrakt myndir og ég held að Covid sé svolítið útskýringin á því. Ég var alltaf að teikna raunverulegar, svona svarthvítar há-raunsæismyndir en svo lokaðist ég inni í Berlín út af Covid, þá vantaði mig bara liti og expression. Þannig að ég færði mig yfir í abstrakt málverk.“

Abstraktmynd eftir Helenu.
Ljósmynd: Instagram – skjáskot

Mannlíf óskar þessari hressu og hæfileikaríku konu, innilega til hamingju með afmælið og óskar henni velfarnaðar með nýju sýninguna!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -