Fimmtudagur 11. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Helgi rifjar upp örlagasögu Julians Assange: Afmælisbarnið komst ekki í eigin veislu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það að þurfa til málamynda að játa á sig einhverja þvælu til þess að losna úr þessari ömurlegu prísund, er alveg eftir bókinni,“ skrifar Helgi Seljan, fréttaritstjóri Heimildarinnar, á Facebook um örlög Julians Assange og 14 ára frelslsisviptingu sem lauk í fyrradag þegar honum var sleppt úr öryggisfangelsi í Londan eftir fimma ára einangrun. Þá hitti hann tvo syni sína í fyrsta sinn utan fangelsismúranna.

Helgi rifjar upp afmælisveislu Julians sem hann tók þátt í fyrir rúmum tveimur árum.
„Þar var „veislunni margt í” en samt ekkert afmælisbarn. Börnin hans tvö voru samt þarna og hlupu um og léku sér innan um gestina sem sátu úti í góðu veðri og borðuðu gúrkusamlokur og skáluðu. Sjálfur át ég skúffuköku og stalst til að biðja um mjólkurglas; eftir að hafa séð fræga poppstjörnu gera það. En aftur að strákunum litlu. Fyrir þeim var það ekkert tiltökumál að halda upp á afmæli pabba síns þarna úti í góða veðrinu, án hans. Þeir höfðu enda aldrei hitt hann utandyra. Bara innan veggja hins ógeðslega mörg hundruð ára fangelsis Belmarsh,“ skrifar Helgi og fagnar því að þeir fái loksins að hitta föður sinn í fyrsta skipti án þess að fara í gegnum sjö vopnaleitir og rammgirt rimlahlið.

Það hefur oftast haft meiri og verri afleiðingar að segja frá óhæfuverkum

Helgi tekur undir með þeim fjölmörgu sem segja að almenningur um allan heim eigi Julian Assange mikið að þakka og fordæmir þá sem sviptu hann frelsinu.
„Almenningur um allan heim á Julian Assange meira að þakka en öllu pakkinu samanlögðu, sem svipt hefur hann frelsinu; að ógleymdum þeim sem sátu hjá og sögðu ekki neitt, þó þeir bæði gætu og ættu. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með úr fjarlægð, hvernig Kristinn Hrafnsson og félagar hans hafa lagt nótt við dag undanfarin áratug, rúmlega, til þess að vekja athygli á þeim augljósu mannréttindabrotum sem framin hafa verið fyrir augunum à okkur,“ skrifar Helgi.

Helgi Seljan

Hann segir að aðförin að Julian hafi orðið til þess að kæla og fæla aðra frá því að svipta hulunni af því sem verið er að fela fyrir almenningi. okkur Fólki komi það við hvernig farið sé með vald; hvernig svo sem það er tilkomið.

„Það hefur oftast haft meiri og verri afleiðingar að segja frá óhæfuverkum, en að fremja þau eða fela. Og það á svo sannarlega við um Julian Assange. Og fyrir hann hefur hópur fólks barist, oft fyrir daufum eyrum og horfandi undir iljar ráðamanna, reynandi að fá áheyrn þeirra,“ skrifar Helgi og áréttar að allir hefðu getað gert miklu meira; miklu fyrr til stuðnings Assange.

„Vonandi munum við það næst. Það er nefnilega allt sem bendir til þess að það verði eitthvað „næst” og þá er kannski ágætt að við eyðum ekki tímanum í að diskútera hvort viðkomandi sé af einhverjum furðulegum ástæðum gefnum, þess ekki þóknanlegur að hægt sè að sammælast um að verja og fylkja sér um grundvallarmannréttindi hans. Að við látum ekki þá sem hafa allt að fela, skilgreina þau réttindi af viðkomandi. Aldrei aftur,“ skrifar Helgi Seljan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -