Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hildur Lilliendahl um Helgu Björg: „Dáist að henni – hugrökk og sterk og reyndi að laga kerfið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og kunnugt er fór Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, fyrr í sumar, fram á tilfærslu í starfi hjá Reykjavíkurborg sem fallist var á. Hún hefur ítrekað á síðustu þremur árum kvartað undan Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins, í sinn garð.

Athyglisvert er að skoða ákveðinn vinkil á málið sem Helga Björg tjáir sig um og snýr að túlkunum hvað varðar einelti og umfjöllun fjölmiðla um slík mál.

„Nú þegar niðurstöður úttektar á sálfélagslegum áhættuþáttum starfsfólks sem starfar í tengslum við borgarráð, liggja fyrir er mér létt,“ segir Helga Björg og bætir við:

„Ég hef látið það fara í taugarnar á mér að í fjölmiðlaumfjöllun um málið hefur jafnan verið fjallað um samskiptavanda eða erjur á milli mín og borgarfulltrúans, en samskiptaörðugleikar eru ekki lýsandi hugtak fyrir það ástand sem ríkir.“

Og bætir við:

„Erindi þar sem ég kvarta undan einelti og broti á siðareglum geta ekki talist vera samskipti milli mín og borgarfulltrúans,“ segir Helga Björg sem finnst skaðlegt „að skilgreina kvartanir um ofbeldi og einelti sem hluta af samskiptum og samskiptavanda ber merki um gerendameðvirkni.“

- Auglýsing -

Baráttukonan Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er á svipuðum nótum og Helga Björg í pælingum sínum og segir að „ég verð að viðurkenna að það sló mig talsvert, eins og Helgu Björgu, að enn og aftur er í fréttum talað um „samskiptavanda“ og „erjur“ og þessháttar. Vonandi er þetta einhver áminning til fjölmiðla. Þetta er ekki jafn leikur; þetta er ekki samskiptavandi; þetta eru ekki erjur,“ segir Hildur og heldur áfram:

„Við sem höfum unnið á þessum vettvangi í áratug eða lengur vitum nefnilega svo til öll með tölu að þetta er nýtt vandamál. Það hófst á þessu kjörtímabili þegar leikreglurnar voru allt í einu þurrkaðar út og kerfið kunni ekki og/eða veigraði sér við að bregðast við því.

Vanmáttur kerfisins til þess að taka á þessum nýja veruleika þar sem engar leikreglur gilda lengur, er eitthvað sem verður að taka alvarlega.“ Hún nefnir að „það gengur ekki að starfsfólk sé lamað af kvíða í vinnunni og sé jafnvel hrakið úr starfi. En þannig er það. Þannig hafa þessi þrjú ár gengið fyrir sig. Við vitum aldrei hvert okkar er næst. Hvert okkar verður næst úthrópað í fjölmiðlum; tekið fyrir undir nafni í pontu eða fundargerðum; hvert okkar þarf næst að sitja undir ærumeiðingum og ógnandi hegðun og verður fullkomlega ófært um að verja sig. Við vitum bara að ekkert okkar er öruggt.“

- Auglýsing -

Hildur bætir við að „ef einhver vilja hugsa í peningum frekar en sálfélagslegum áherslum, þá liggja líka hagsmunir þar. Framleiðni starfsfólks sem má ekki gera mistök því það á á hættu að vera úthrópað af kjörnum fulltrúum opinberlega án þess að geta varið sig, er ekki mikil get ég sagt ykkur. Það er líka alvöru vandamál, þótt geðheilsan okkar og andlegt og líkamlegt öryggi í vinnunni sé enn stærra vandamál.“

Hildur segir að orð Helgu Bjargar hér að ofan „lýsir þessu afar vel hér og í fleiri „statusum“ undanfarið. Hún er hugrökk og sterk og ég dáist endalaust að henni. Ég er henni jafnframt mjög þakklát að hafa ekki lagt á flótta fyrir löngu síðan eins og hefði verið svo eðlilegt og í raun langeinfaldast fyrir hana að gera.“

Hildur dáist að baráttu Helgu Bjargar: „Vegna þess að hún hélt áfram að reyna að laga kerfið og vekja það til umhugsunar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -