Miðvikudagur 5. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Hjónin Guðbjörg og Pétur létust með daga millibili – Gift í 59 ár: „Kannski engin tilviljun“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stundum er sagt að fólk geti dáið úr ástarsorg þegar makar falla frá með stuttu millibili. Sá nokkuð fátíði háttur er í Morgunblaðinu í dag að hjón er kvödd sameiginlega í minningargreinum. Hjónin Guðbjörg Jóna Hjálmarsdóttir og Pétur Sölvi Þorleifsson létust bæði fyrr í þessum mánuði. Þau hefðu fagnað 60 ára brúðkaupsafmæli í ágúst á þessu ári, svokölluðu demantsbrúðkaupi. Þau láta eftir sig einn son.

Guðbjörg var fædd og uppalin í Reykjavík. Hún hóf störf hjá Hans Petersen þegar hún var einungis 16 ára og starfaði hjá því fyrirtæki nær alla ævi. Fyrirtækið sérhæfir sig í ljósmyndunarvörum og var meira áberandi þegar fólk þurfti enn að framkalla ljósmyndir. Hún var fædd 23. nóvember 1939 en lést 16. janúar 2021.

Eiginmaður hennar Pétur Sölvi lést tíu dögum áður en hann var nokkuð eldri, fæddur 2. júlí 1933. Pétur var Reykvíkingur líkt og Guðbjörg en hann lærði reiðhjólasmíði hjá Reiðhjólaverkstæðinu Óðni. Við það fag vann hann alla ævi en fyrst í stað hjá Fálkanum en síðar rak hann í félagi við tvo aðra Gamlaverkstæðið. Hann var virkur í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, Ferðafélagi Íslands og Jöklarannsóknafélagi Íslands. Í því síðast nefnda var hann heiðursfélagi. Pétur skrifaði tvær bækur um fjallgöngur á Íslandi. Fyrri bókin var skrifuð í félagi við Ara Trausta Guðmundsson en þá seinni skrifaði hann einn.

Engin tilviljun

Í minningargreinum um þau hafa flestir orð á því hve furðulegt það var að hjónin skyldu látast með svo stuttu millibili. „Í dag kveðjum við elskuð hjón og í sorg okkar og söknuði getum við samt þakkað þá blessun að Drottinn hafi litið til þeirra með líkn og náð og tekið þau til sín. Saman gengu þau í gegnum lífið í meira en 60 ár og saman eru þau lögð til hvíldar í náðarfaðm Guðs,“ skrifar einn nákominn.

Annar skrifar: „Það var komið að fyrirhuguðum útfarardegi Péturs Þorleifssonar þegar Guðbjörg Hjálmarsdóttir, kona hans, lést. Svona eru tilviljanir á mörkum lífs og dauða – kannski engin tilviljun.“

Óaðskiljanleg eftir dansleikinn

Ein minningargrein segir þá fallegu sögu af því þegar hjónin kynntust. „Svo var það kvöld eitt að Gulla fór með foreldrum mínum á dansleik í Þórskaffi, þegar sá staður var og hét. Aftur tóku örlögin í taumana, þegar ungur maður, sem hafði fyrir tilviljun fengið aðgöngumiða, gekk í salinn og sá aðeins hana, ljóshærða og fallega klædda, gekk að borði þeirra og bauð henni upp í dans. Þar með var teningunum kastað og upp frá því skildi ekkert þau að,“ segir ættingi.

- Auglýsing -

Pétur átti ávallt erfitt með að skilja, þrátt fyrir áratuga hjónaband, hvað svo yndisleg kona sæi við sig. „Þessi lánsami maður hét Pétur og reyndist vera drengur góður. „Ég skildi bara ekkert í að hún Gulla mín skyldi líta við mér, jafn falleg og yndisleg og hún var,“ sagði Pétur er við ræddum saman fyrr í vetur. Þau gengu í hjónaband, stofnuðu heimili og sýndu ávallt mikla ráðdeild og fyrirhyggju. Þau voru mikilvæg í fjölskyldulífi okkar, bæði í gleði og sorg, traust og kærleiksrík.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -