Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Hollráð snjalla netneytandans gegn þjófunum: Notaðu fyrirframgreitt kredidkort

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að versla á netinu er orðið eins sjálfsagt í dag og að skreppa í bíó. Ógrynnin öll af varningi víðsvegar að úr heiminum birtast okkur á degi hverjum á skjám tölva okkar og snjalltækja. Það er auðvelt að bera saman verð á netinu og þú getur farið í margar búðir án þess að standa upp úr stólnum. Hvort sem við erum að leita að einhverju sérstöku eða við smellum á eitthvað forvitnilegt eins og skjávarpa sem passar í vasann, háreyðingarkrem fyrir handarbök eða gel sem gerir tennurnar hvítar á 6-8 dögum er staðreyndin sú að nákvæmlega þessar auglýsingar birtast ekki á skjánum þínum fyrir tilviljun. Það er hyggilegt af okkur að átta okkur á því hvað það er sem söluaðilar á netinu nota við sína markaðssetningu.

Vafraðu viturlega

Samfélagsmiðlarnir safna gögnum um þig sem eru svo seld aðilum sem vinna að markaðsetningu. Þessar upplýsingar eru notaðar til að halda að þér vörum sem þú myndir sennilega hafa áhuga á. Vafrakökur, svokallaðar „cookies“, notaðar milli vefverslanna til að finna út hvaða síður þú hefur heimsótt og að hvaða vörum þú ert að leita. Í ofanálag breyta sumar vefverslanir verðum sínum í samræmi við staðsetninguna þína, vafrasöguna þína og hvort þú ert að nota tölvu eða síma.

Þegar þú vafrar um á netinu í leit að varningi er gott ráð að gera það með huliðsstillinguna virka, t.d. Incognito eða InPrivate browsing á ensku, eða huga að því reglulega að hreinsa vafrasöguna þína og vafrakökurnar. Þannig safnast ekki fyrir þessi gögn sem vefverslanir nota og þannig gætirðu verið að spara þér peninga og fengið fjölbreyttari leitarniðurstöður.

Áttu viðskiptavin? Veiddu!

Þegar þú slærð eitthvað inn í leitina á netinu birtist listi af síðum en það er síður en svo handahófskennt hvernig þeim er raðað upp handa þér. Annarsvegar greiða fyrirtæki fyrir það að síður þeirra birtist ofarlega og hinsvegar er notast við það sem kallast leitarvélabestun; uppsetning á texta heimasíða sem eykur líkur á að þær endi ofarlega í netleit.

- Auglýsing -

Bestu síðurnar eru ekki endilega þær sem birtast efst.

Öryggi, öryggi, öryggi!

Ef það lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt er það sennilega of gott til að vera satt. Sumar netverslanir eru hreinlega svikasíður óprúttinna aðila sem hirða af þér peningana.

- Auglýsing -

Þegar þú ætlar svo að greiða fyrir vöruna þína eru nokkrir hlutir sem þú ættir að gaumgæfa. Í fyrstu er mikilvægt að athuga hvort það sé ekki örugglega tákn sem sýnir læstan lás við vefslóðina og hún hefjist á „https://“. Táknmyndir eins og t.d. „VeriSign“ og „Verified by Visa“ gefa til kynna að það sé erfiðara að komast upp með að nota stolin kort og ef sláin fyrir vefslóðina er græn notast síðan við hæstu mögulega dulkóðun. Ekki slá inn kortaupplýsingar nema þú sért viss um að þú treystir vefsíðunni.

Íhugaðu að nota sérstakt kort fyrir netviðskipti, t.d. fyrirframgreitt kreditkort, með takmörkuðum sjóðum á. Ef svikahrappur kemst yfir kortaupplýsingarnar þínar hlýturðu lágmarksskaða af.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -