Hundurinn vék ekki frá móðurinni í fallegri heimafæðingu

Deila

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Kristin Waner skrifar fallegan pistil á vefsíðunni Bored Panda þar sem hún lýsir sinni reynslu af því að mynda tvær af þremur fæðingum konu að nafni Brooke.

Hér má sjá Ryder passa móðurina á heimilinu þegar hún átti Boyd.

Þegar sonur Brooke, Boyd, fæddist átti fjölskyldan corgi-hund að nafni Ryder. Hann passaði upp á móðurina þegar hún var með hríðar og fylgdist einnig vel með heimafæðingunni. Ryder gat ekki verið viðstaddur þegar Brooke átti dótturina Berkeley heima fyrir, en þá kom bróðir hans, Ranger, í hans stað.

Ryder fylgdist grant með í hríðunum.

Kristin birtir myndir af þeim bræðrum og hvernig þeir veittu móðurinni andlegan stuðning í fæðingunum tveimur. Með myndunum fangar Kristin það fallega samband sem myndast á milli hunda og manna og segir að það hafi komið sér á óvart hve sterkt það væri þegar hún skoðaði myndirnar eftir fæðingu Berkeley. Þá segir hún að móðirin Brooke hafi ekki haft hugmynd um að hundinum hafi verið svo annt um hana og velferð hennar og barnsins.

Ranger kom í stað Ryder þegar að Berkeley kom í heiminn.

„Þegar ég kom heim og skoðaði myndirnar var ég á bleiku skýi að skoða allar þessar fallegu stundir úr fæðingunni. Mig langaði að hlæja og gráta á meðan ég skoðaði þær. Þær voru svo fullkomnar. Þegar ég sendi prufumyndir til Brooke hafði hún ekki hugmynd um að hundurinn hafði ekki vikið frá henni,“ skrifar Kristin og bætir við:

„Það var yndislegt að fanga þessar stundir fyrir hana. Nú getur hún horft til baka og séð hluti sem hún hefði annars ekki tekið eftir.“

Hér fyrir neðan eru nokkrar æðislegar myndir af fæðingu Berkeley, en fleiri myndir fylgja með fyrrnefndum pistli á Bored Panda.

Myndir / Kristin Waner

- Advertisement -

Athugasemdir