Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Húsasmiðjan hækkaði verðið og bauð svo 20 prósent afslátt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er alls ekkert nýtt að verslanir hækki verðin hjá sér áður en auglýstar eru útsölur og tilboð. Neytendur eru og hafa verið blekktir með þessum hætti allt of lengi.

Neytandi nokkur tók skjámynd af grilli hjá Húsasmiðjunni áður en það fór á 20 prósent afslátt. Grillið kostaði fyrir tilboð 25.990 krónur, nú kostar það fullu verði 29.990 krónur og með afslættinum 23.990 krónur. Það gerir 8,3 prósent afslátt á upprunalegu verði grilllsins.

Sami aðili tók skjáskot af fleiri grillum en þessu tiltekna sem sýnir glögglega að önnur grill sem eru á síðu Húsasmiðjunnar núna  hafa ekki hækkað í verði svo ástæðan liggur ekki þar.

 

Verð á grillinu áður en það fór á afslátt

 

Verðið var hækkað um 4.000 krónur og svo sett á 20 prósent afslátt

 

- Auglýsing -

Mannlíf hvetur neytendur til þess að vera vakandi og velkomið er að senda ábendingar er varða einkennilega verðlagningu á [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -