Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Andlát – Erla Þorsteinsdóttir söngkona: Stúlkan með lævirkjaröddina er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Erla Þorsteinsdóttir er látin 89 ára að aldri.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá aðstandendum; hún lést á hjúkrunarheimili í Holbæk í Danmörku, þann 25. september síðastliðinn.

Erla var gjarnan kölluð stúlkan með lævirkjaröddina; hún var vinsæl söngkona; söngferill Erlu spannaði hins vegar aðeins fimm ár; hún hætti að syngja einungis 26 ára gömul; til að sinna eiginmanni og fjölskyldu.

Eiginmaður Erlu var Poul Dancell sem lést árið 1989: Eignuðust þau fjögur börn, Paul, Evu Ingibjörgu, Stefan Thorstein og David Konrad. Synirnir eru búsettir í Danmörku, en dóttir Erlu og Poul býr í Hollandi.

Erla fæddist á Sauðárkróki árið 1933; hóf snemma að syngja og leika á gítar á heimaslóðum sínum; gítarinn hafði hún fengið í fermingargjöf.

Aðeins átján ára fluttist Erla til Danmerkur en söngferill hennar hófst snögglega og fyrir alvöru þegar Erlu bauðst að syngja og leika á gítar í dönskum útvarpsþætti árið 1954.

- Auglýsing -

Það voru lögin Til eru fræ og Kvöldið var heiðskírt og hljótt. Í framhaldinu fékk Erla fjölmörg tækifæri til að koma sér á framfæri; í kjölfarið einnig að syngja inn á plötur.

Meðal þekktari laga sem Erla söng inn á plötu eru áðurnefnd lög sem og lögin Þrek og tár,-Litli tónlistarmaðurinn,- Kata rokkar,– og Vagg og velta – sem náði því að vera bannað í Ríkisútvarpinu á sínum tíma.

Blessuð sé minning Erlu Þorsteinsdóttur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -