Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Andri Snær: „Til hvers er milljarður ef þú getur ekki kastað flugu í straumvatn og talað við Guð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andri Snær Magnason segir að leki úr sjólaxeldiskvíum vera eitt mesta umhverfisslys Íslandssögunnar.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann fer yfir málefni villtra laxa en nýlega komust laxar úr sjóeldiskvíum í ár víða undanfarið. Segir hann málið allt væri farsakennt, „væri það ekki svona sorglegt.“

Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan:

„Talið er að minna en 100.000 villtir laxar gangi upp í íslenskar ár. Ef við gefum okkur að hvert dýr sé um 5kg (sem er mjög ríflegt) þá er heildarstofninn innan við 500 tonn. Þannig má vera ljóst hversu agnarsmár og viðkvæmur stofninn er í samanburði við 35.000 tonna laxeldi í sjó. Ein kví með 700 tonnum af laxi er þannig með fleiri laxa en allir villtir laxar til samans á Íslandi og ljóst að lítið má út af bregða, eins og komið hefur í ljós. Þar fyrir utan er augljóst álag á lítinn stofn þegar kemur að lús og sjúkdómum. Það sem á sér stað núna virðist hafa verið óhjákvæmilegt, bara spurning um tíma og norskir froskmenn með skutla í hyljum á tímum þegar árnar eiga að vera í hvíld fyrir hrygningu gera þetta allt einstaklega farsakennt ef það væri ekki svona sorglegt. Að setja upp laxinn sem leikfang milljónamæringa sem má skipta út fyrir aðra atvinnugrein er einstaklega kaldhæðnislegt, enda er vonin um milljarðana kjarninn í starfseminni. En til hvers er milljarður ef þú getur ekki kastað flugu í straumvatn og talað við Guð eins og Bubbi Morthens myndi segja. Það má leiðrétta þessar tölur eða létta áhyggjur mínar af tjóninu, en mér sýnist þetta vera eitthvað mesta umhverfisslys sem hefur orðið hérlendis.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -