Öryggisverðir hafa verið fengnir til þess að standa vaktina í Sorpu í dag en þetta kemur fram í frétt Vísis. Óprúttnir aðilar eru sagðir hafa vanið komu sína í Sorpu þar sem þeir stela verðmætum en auk þess hafa þeir verið árásargjarnir.
Upplýsingafulltrúi Sorpu segir fyrirtækið hafa brugðið á það ráð að ráða öryggisverðina vegna þess að lögregla var of lengi að bregðast við og mæta á svæðið. Mennirnir sem um ræðir hafa brugðist illa við afskiptum starfsfólks hingað til og verða verðirnir því á svæðinu, um helgar, þar til ástandið batnar. Engin uppákoma hefur orðið í Sorpu eftir að hert gæsla var á svæðinu.