Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Askja komin á tíma: „Þá verður náttúrulega sprengigos“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var skjálftahrina við Öskju. Mældist stærsti skjálftinn 3,5 að stærð og átti hann upptök sín í Dyngjufjöllum í norðvesturhluta Öskju. Í samtali við mbl.is segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur að skýr teikn séu á lofti sem enda muni með eldgosi:

„Við erum nátt­úru­lega búin að vera að bíða eft­ir henni. Hún er búin að vera að þenja sig í raun frá 2012 því þá bræddi hún af sér ís um há­vet­ur, sem er nú eig­in­lega ekki mögu­legt nema að þú bæt­ir hita út í vatnið.“

Breskir vísindamenn hafa bent á að í Öskju sé léttari kvika, en þeir hafa sett upp þétt og nákvæmt mælanet á svæðinu. Ármann segir að fari sú kvika af stað:

„Ef eitt­hvað svo­leiðis fer af stað þá verður nátt­úru­lega sprengigos, en hvort það verður lítið eða stórt, það vit­um við ekki.“

Mælingar hafa sýnt breytingar á landrisi á svæðinu. Þrír mælar eru staðsettir á svipuðum slóðum. Tveir hafa mælt breytingar, einn engar. Samkvæmt Ármanni er þessi munur á mælingum ekki óvenjulegur enda Askja frábrugðið öðrum eldfjöllum sem fræðingarnir glími við.

Askja árið 1875

- Auglýsing -

Askja er megineldstöð sem liggur á hálendinu norðan við Vatnajökul. Öskjufallið frá Dynjufjallagosi, árið 1875, hafði gífurleg áhrif á Austurland og olli því að fjöldinn allur fluttist búferlum til Vesturheims. Talið er að askan hafi átt upptök sín úr gígnum Víti.

undefined
Staðsetning Öskju. Mynd/wikipedia

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -