Sunnudagur 5. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Bendir á stórhættulega slysahættu nærri Þingvallavegi: „Þetta er grafalvarlegt mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórhættuleg slysahætta er nærri Þingvallavegi í Mosfellsdal en 11 hross eru á svæði þar sem ónothæf rafmagnsgirðing liggur nærri veginum.

Hrafnhildur P. Þorsteins hafði samband við Mannlíf en hún hefur gríðarlega áhyggjur af ástandinu í Mosfellsdal þar sem 11 hross eru í haga nærri þjóðveginum sem liggur um dalinn. Rafmagnsgirðing sem á að halda hrossunum kjurrum á svæðinu er hvorki með straum né að fullu uppistandandi en aðeins stendur neðri strengur girðingarinnar uppi og því auðvelt fyrir hrossin að sleppa. Í morgunmyrkrinu skapast því mikil slysahætta því umferð á veginum nærri haganum er á köflum mikil.

Hér má sjá myndband sem Hrafnhildur tók í gær:

Hrafnhildur fullyrðir í samtali við Mannlíf að um sama hrossaeiganda sé að ræða og kvartað var til MAST í fyrra en Mannlíf fjallaði um málið á sínum tíma. Þá var ástandið á sumum hrossanna óásættanlegt, þau horuð og illa hirt.

Sjá einnig: Sá illa farin hross í Mosfellsdal: „Við eigandann vil ég segja að hann ætti að hundskammast sín“

Þá segir Hrafnhildur að girðingin hafi í fyrra verið eins og nú, enginn straumur á henni. „Þarna fara allar rúturnar og túristarnir, enda Gullni hringurinn,“ sagði Hrafnhildur í samtali við Mannlíf og átti við veginn sem liggur framhjá haganum. „Ef þú keyrir á hest, segjum bara á 80 kílómetra hraða og þú færð hann inn um framrúðuna hjá þér, þá er það bara búið spil. Mér finnst þetta vera lítilsvirðing fyrir lífi manna og skepna. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Hrafnhildur ennfremur og tók fram að hún væri ekki sú eina sem hefði af þessu áhyggjur. „Ég er búin að senda þetta á nokkra vini mína, hestamenn og þeir eru brjálaðir. Ég ætla ekki að hafa þetta á samviskunni ef það verður slys, nú ég búin að koma þessu frá mér.“

- Auglýsing -

Uppfært:

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar svaraði fyrir skömmu fyrirspurn Mannlífs um málið. „Ég mun kanna þetta mál og reyna að svara þér eins fljótt og auðið er.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -