Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Biðjast afsökunar á kynferðisbrotum séra Friðriks: „Hörmum að félagið hafi ekki verið vakandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

KFUM og KFUK hafa sent frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem félagið gengst við því að séra Friðrik Friðriksson, stofnandi samtakanna, hafi brotið á börnum í skjóli félagsins.

Ásakanir um hegðun séra Friðriks komu fram í nýrri bók sagnfræðingsins Guðmundar Magnússonar. Í framhaldi af því ákvað KFUM og KFUK að rannsaka málið og er niðurstaðan sú að séra Friðrik hafi brotið af sér og biðst félagið afsökunar á hegðun hans. Hægt er að lesa alla tilkynninguna hér fyrir neðan.

„Tilkynning frá KFUM og KFUK:

Í lok október sl. bauð KFUM og KFUK þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt, t.d. frá nánum ættingja) að koma fram með þá reynslu sína. Opnaður var formlegur farvegur með milligöngu tveggja reyndra fagmanna á þessu sviði.

Í gegnum þennan farveg hafa nú komið fram vitnisburðir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, hafi í skjóli virðinarstöðu sinnar farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega.

KFUM og KFUK biður hér með þolendur einlæglega afsökunar.

- Auglýsing -

Við hörmum að félagið hafi ekki verið vakandi fyrir þessari hegðun stofnandans á sínum tíma, en sr. Friðrik lést árið 1961.

Stjórn KFUM og KFUK þakkar þeim fjölmörgu sem hafa látið sig málið varða og hafa með margvíslegum hætti lagt lið í þessu uppgjöri við fortíðina.

Við í KFUM og KFUK umberum ekki kynferðislegt áreiti eða ofbeldi af nokkru tagi. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi okkar. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau þurfa m.a. að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum.

Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -