Njáll Gunnaugsson bifhjólakennari er síður en svo sáttur við vörubíla sem aka eftir Krýsurvíkurveginum.
Í færslu sem hann skrifaði á Facebook og hefur vakið nokkra athygli, birtir Njáll ljósmynd af vörubíl á pallinum og aðra af möl sem fallið hefur á veginn. Segir hann þetta verða orðið algengt við Krýsurvíkurveginn en hann keyrir þar reglulega með nemendum sínum á mótorhjólum og því víst að þarna skapast mikil slysahætta. Færsluna má lesa hér að neðan:
„Mikið rosalega er þetta orðið algengt við Krýsuvíkurveginn. Horfði á einn hvítan ofhlaðinn vörubíl missa ca 100kg af gróti í aðreinina upp á Reykjanesbraut rétt áðan. Þetta gerist nánast daglega og það sé ég vel enda þarf ég að keyra þarna með mína nemendur á mínum mótorhjólum. Ef þú ert í forsvari fyrir svona flutninga máttu endilega hafa okkur í huga þegar fyllt er á bílana. Það er velkomið að dreifa þessum pósti.“

Ljósmynd: Njáll Gunnlaugsson
Þó nokkrir hafa tjáð sig við færslu Njáls og greinilegt að þetta snertir við mörgum.
Hjörtur nokkur er mjög ósáttur: „Þetta er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem keyrum mótorhjól og svo eru bílar líka að sprengja dekk á þessu (hef farið í vegaaðstoð síðastliðinn mánuð í a.m.k. 2 sprungin og ónýt dekk eftir grjót á veginum þarna). Spurning um að mæta upp í námu á nokkrum mótorhjólum og stoppa alla lestað bíla í nokkra klukkutíma og kanna ástandið á þeim áður en þeir yfirgefa námuna. Hringja svo í fjölmiðla og Sega að við mótorhjólafólk séum ekki sátt við ástandið.“
Páll nokkur stingur upp á lögreglunni: „Það vantar hlerann aftan á þennan bíl. Það þarf að tilkynna svona fúsk til lögreglunnar, enda stórhættulegt.“