Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Bjarni pirraður og vill kjósa um vantraustið: „Vonandi finnum við botninn og spyrnum okkur upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands er afar hneikslaðust á ræðuhaldi stjórnarandstöðunnar og vill að gengið sé strax til kosninga um vantrauststillögu á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur.

Í þessum töluðu orðum stendur yfir umræður á Alþingi varðandi vantrauststillögu Miðflokksins á hendur matvælaráðherra. Bjarni Benediktsson er afar hneikslaður á umræðunni og vill að kosið verði strax um vantraustið, sem hann segir að verði felld. Vitnaði hann svo í Þráinn Bertelson, rithöfund og fyrrverandi þingmann, sem kallaði dagskrárliðinn störf þingsins „hálftími hálfvitanna“.

Segir hann að nú sé botninum náð á þinginu en segir að þá sé þó hægt að spyrna sér aftur upp. „Vonandi finnum við botninn og spyrnum okkur upp og hefjum virðingu Alþingis aftur upp.“ Úr salnum heyrðist þá „Heyr, heyr,“ frá nokkrum þingmönnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -