Það verða rosalegir tónleikar haldnir 14. október.
Hljómsveitirnar Zhrine, Alchemia, Blóðmör, Dauðyflin, Nyrst og Ultra Magnus mun spila á tónleikum fyrir alla aldurshópa í Hellinum, sem er staðsettur út á Granda, og hefjast tónleikarnir klukkuan 18:00. Mennirnar á bakvið tónleikana eru þeir Jónas Hauksson og Hörður Jónsson.
„Það er markmið okkar að hafa þetta alltaf ókeypis til að ná til sem flestra,“ sagði Jónas í samtali við RÚV. „Við viljum að allir komist,“ sagði svo Hörður.
„Við vorum oft þarna frá 2007-2012 svo allt í einu fóru tónleikar að hætta,“ sagði Jónas. „Þetta byrjaði þegar við uppgötvuðum hve langt var síðan það var almenn starfsemi í Hellinum,“ en tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem nefnist Hellirinn Metalfest.
„Hellirinn hefur þá sérstöðu sem tónleikastaður að vera bæði stór og fyrir alla aldurshópa. „Hann hefur þessa sérstöðu í Reykjavík að vera tónleikastaður af þessari stærð sem hefur opið fyrir alla aldurshópa og engan bar,“ sagði Hörður en neysla áfengis og vímuefna er bönnuð í húsinu. „Eftir því sem við vitum er enginn annar staður sem getur boðið upp á það.“
„Það er nýbúið að fara í gegnum allt kerfið í Hellinum,“ sagði Hörður. „Við höfum miklar vonir um að þetta verði skref upp á við.“