Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Dagbjört segir viðbrögð fjármálaráðherra ákafalega áhugaverð: „Ekki hafið yfir ítarlega athugun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var greint frá því að Landsbankinn, sem er í rúmlega 98% eigu íslenska ríkisins, hafi keypt tryggingafyrirtækið TM. Óhætt er að segja að kaupin hafi vakið athygli og áhuga margra og þá sérstaklega í bankageiranum en óvíst er að kaupin muni ganga í gegn. Seðlabanki Íslands og Samkeppniseftirlitið þurfa að samþykkja kaupin og á eftir að vinna málið á þeim bæjum.

Mannlíf hafði samband við Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, til að fá viðbrögð hennar við þessum tíðindum.

„Þetta eru fréttir sem komu mér sem og öðrum talsvert á óvart, og alls ekki hafið yfir ítarlega athugun hvort æskilegt sé fyrir Landsbankann að stíga inn á tryggingamarkað,“ sagði Dagbjört um hennar fyrstu viðbrögð um kaup Landsbankans en hún segir ekki rétt að ræða sölu hans að svo stöddu.

„Ég tel ótímabært að velta upp möguleika á sölu bankans í framtíðinni þar sem það hefur ekki enn komið til tals. Um það hvort rétt sé að samþykkja kaupin er ekki unnt að líta fram hjá aðkomu Bankasýslunnar að málinu og leggja mat á málsmeðferðina þar sem og samskipti hennar við fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Viðskiptin bera enda með sér að vera bindandi fyrir báða aðila þar til annað kemur í ljós. Viðbrögð fjármálaráðherra við þeim eru ákaflega áhugaverð og það er hennar að gera grein fyrir framangreindu áður en yfirlýsingar um riftun einstakra gerninga,“ en Þórdís Kolbrún fjármálaráðherra lét hafa það eftir sér að hún myndi ekki samþykkja þessi kaup. Dagbjört bendir réttilega á að þessi kaup gangi gegn stefnu núverandi ríkisstjórnar um umsvif ríkisins á fjármálamarkaði.

„Þessi gerningur gengur að minnsta kosti þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar um minnkuð umsvif á fjármálamarkaði. Henni virðist ekki ætla að vera fært að fylgja henni eftir gangi þetta eftir, og því síður með gagnsæjum og trúverðuglegum hætti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -