Fimmtudagur 16. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Dómum í manndrápsmálinu í Hafnarfirði áfrýjað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli þriggja ungra pilta sem voru fundnir sekir um manndráp. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, verjandi eins pilts, í samtali við RÚV.

Umrætt kvöld sátu ungmennin við borð á Íslenska Rokkbarnum með pólskum karlmanni. Neyttu þau fíkniefna saman og var þeim í kjölfarið vísað á dyr af starfsfólki staðarins. Eftir að fólkinu var vísað á dyr kröfðust ungmennin karlmanninn um greiðslu á fíkniefnunum sem hann hafði neytt með þeim. Deilurnar enduðu með slagsmálum og tók þá stúlkan upp myndskeið af árásinni. „Ég stakk hann þrisvar!,“ má heyra elsta piltinn kalla í myndskeiðinu eftir að hann fellir manninn í jörðina.

Piltarnir þrír fengu mislanga dóma en sá elsti hlaut tíu ára fangelsisdóm en dómarinn taldi hann ekki hafa sýnt einbeittan vilja til ráða manninn af dögum. Hinir piltarnir fengu báðir tveggja ára dóm fyrir sinn hlut að málinu. Málið vakti mikinn óhuga en vinkona piltanna tók upp manndrápið á síma og var það myndband birt í fjölmiðlum. Sú hlut 12 mánaða skilorðsbundinn dóm en hennar máli verður ekki áfrýjað. Maðurinn sem lést var 27 ára faðir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -