Edda Björk Arnardóttir er stödd í Noregi eftir að hafa verið ákærð fyrir að nema syni sína þrá á brott frá Noregi. Faðir drengjanna er búsettur í Noregi og fer með forsjá þeirra.
„Þetta er svo sem ekkert nýtt sem er að koma fram hérna, maður hefur heyrt þetta allt áður,“ sagði Edda Björk í samtali við mbl.is. Edda hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hún var flutt til Noregs en segir hún þá upplifun ekki auðvelda.
,,Ég er hérna út af strákunum og þannig held ég hausnum uppi, ég hugsa bara um þá,“ segir Edda sem á einnig tvær dætur. Edda hefur áður hlotið sex mánaða dóm í Noregi fyrir að brjóta gegn ákvörðun réttarins í forræðismáli. Hún segist viss um að hún fái dóm, en veltir því fyrir sér hversu langur hann verði.