- Auglýsing -
Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, er fallinn frá 45 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans 5. september. Mbl.is sem greindi frá.
Einar Guðberg fæddist í Reykjavík árið 1978 og starfaði sem lögreglumaður frá 1999. Frá 2006 var Einar rannsóknarlögreglumaður og starfaði meðal annars í kynferðisafbrotadeild. Einnig kenndi Einar námskeið í yfirheyrslutækni en hann hafði sérhæft sig í slíku. Þá gengdi hann ýmsum trúnaðarstörfum innan lögreglunnar.
Guðný Kristjánsdóttir er eftirlifandi eiginkona hans og eiga þau saman þrjár dætur.