- Auglýsing -
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í Breiðholti upp úr klukkan sex í morgun. Eldurinn logaði í blokkaríbúð á fyrstu hæð í Bakkahverfinu og var allt tiltækt lið slökkviliðsins sent á staðinn.
Þegar lögregla og slökkvilið mætti á vettvang kom í ljós að kviknað hafði í útfrá helluborði og var eldurinn minniháttar. Mikill reykur var í íbúðinni og flytja þurfti einn á slysadeild til þess að ganga úr skugga um að viðkomandi væri ekki með einhvers konar reykeitrun. Aðgerðir gengu vel og var íbúðin reykræst.