Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Félagsmálaráðherra hunsar beiðni um fund vegna Gaza: „Þögn þín ærandi!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála og vinnumálaráðherra hunsar ítrekaðar beiðnir um fund með Semu Erlu Serdaroglu og Hjálmtý Heiðdal um stöðu Palestínufólks á Íslandi, sem fengið hefur samþykkta fjölskyldusameiningu, Solaris, félagsins Ísland – Palestína og No Borders.

Sema Erla Serdaroglu hjá Solaris hjálparsamtökunum segir frá því á Facebook að þann 29. desember síðastliðinn hafi þau Hjálmtýr Heiðdal sent formlega beiðni um fund til Guðmundar Inga, félagsmálaráðherra, fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, félagsins Ísland – Palestína, Solaris og No borders. Þá hafi þau sent ítrekun þann 3. janúar er engin svör höfðu borist og svo aftur í gegnum opið bréf sem birtist á Vísi 5. janúar. Í gær, 7. janúar er færsla Semu birtist hafði enn ekkert svar borist við beiðninni og því skrifaði hún á Facebook og merkti ráðherrann inn.

„Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki meiri bið!“ skrifar Sema Erla og heldur áfram: „Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða um 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu á hverjum degi. Sum þeirra hafa ekki lifað biðina af.“

Þá segir hún að ómögulegt sé að skilja stöðu Palestínufólksins á Gaza sem fengið hefur dvalarleyfi hér á landi. „Orðræða ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið með þeim hætti að ómögulegt er að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er, hvers vegna ekki sé búið að koma þeim frá Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað nánast daglega og hvenær von er á þeim til landsins.“

Aukreitist segir Sema Erla að þau fáu svör sem berist frá stjórnvöldum séu bæði óskýr og byggist á ósannindum. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið frá stjórnvöldum er lítið um svör og þegar þau berast eru þau mjög óskýr, byggð á ósannindum og/eða til þess fallin að afvegaleiða umræðuna.“ Sema Erla minnist á tjaldbúðirnar sem settar voru upp fyrir framan Alþingi 27. desember síðastliðnum, af örvæntingafullum ættingjum Gazabúanna sem mega koma til landsins en eru ekki sóttir. Segir hún engan ráðherra hafi mætt til að ræða við tjaldbúana.

„Þessi óvirðing sem birtist í skorti á svörum við fyrirspurnum þeirra og fundarbeiðnum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi vegna yfirstandandi þjóðarmorðs er smánarblettur á íslenskri stjórnmálasögu. Að ráðherra í ríkisstjórn, sem kjörin er af almenningi, leyfi sér að svara bara ekki beiðni um fund frá samtökum, félögum og hópi fólks sem málið varðar, fólki sem stendur frammi fyrir því að verið er að þurrka þjóð þeirra út, er félagsmálaráðherra til ævarandi skammar. Þögn þín ærandi!“

Spyr hún að lokum: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, ætlar þú ekki að svara beiðninni um fund? Ætlar þú bara að halda áfram að hunsa fólk sem er að reyna að koma ástvinum sínum undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum? Í alvöru?“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -