Mánudagur 6. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Gagnrýnir mikla hækkun á sorphirðugjaldi á Seltjarnarnesi: „Skortur á faglegum vinnubrögðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi gagnrýnir bæjarstjórnina vegna mikillar hækkunar á sorphirðugjaldi í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn segir von á útboði.

Mikil óánægja er í íbúum Seltjarnarness eftir að sorphirðugjald hækkaði mikið um áramótin. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi og meðlimur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, er einn þeirra sem gagnrýnir málið. „Þjónustusamingurinn rann út og bæjarstjóri var ekki tilbúinn með útboð á nýjum, þannig að gjöldin hækkuðu um rúm 100 prósent,“ segir Guðmundur Ari í samtali við Mannlíf. „Þetta gerðist líka með skólamatinn síðasta haust, það var bara það nákvæmlega sama, þá rann samningurinn út og þá þurfti að framlengja hann og þá varð 40 prósent hækkun,“ sagði Guðmundur ennfremur og bætti við: „Þetta er bara skortur á faglegum vinnubrögðum.“ Aðspurður hvort minnihlutinn hafi mótmælt þessu með einhverjum hætti sagði Guðmundur að við fjárhagsáætlunina hafi minnihlutinn mótmælt og bókað að ekki ætti að ráðast í gjaldskrárhækkanirnar.

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness segir í skriflegu svari til Mannlífs að unnið sé útboðsgögnum fyrir Seltjarnarnesbæ, auk annarra sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu. Þá segir hann eðilegt að samningar séu framlengdir á meðan útboðsgögn eru útbúin.

„Varðandi sorpið þá rann samningur okkar við okkar þjónustuaðila sl. sumar. VSÓ hefur verið að vinna að útboðsgögnum fyrir Seltjarnarnesbæ auk annara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru þau loks tilbúin og fram undan útboð á sorphirðu. Vonandi næst hagfelld niðurstaða. Það er algegnt að samningar séu framlengdir á meðan útboðsgögn eru útbúin. Sér í lagi nú fyrir glænýtt kerfi sem hefur tekið drjúgan tíma. Þannig var það hjá okkur. Engu að síður hækkaði þjónustuaðli okkar sín verð um ríflega helming við framlenginguna. Nýjar kröfur til að mynda um rafdrifna sorpbíla og þess háttar hafa tafið fyrir gerð útboðsganga. Þessi tækabúnaður er ekki til nægjanlegum mæli hjá öllum sorphirðuaðilum.“

Bendir Þór svo á Umhverfisráðuneytið varðand hina nýju flokkun sem nýlega tók gildi. Segir hann að við lagasetninguna hafi verið fullyrt um að breytingin yrði ekki íþyngjandi fjárhagslega en að annað hafi komið á daginn.

„Hitt er svo alveg annað mál sem þú ættir að Umhverfisráðuneytið að en ekki okkur. Það er hin nýja flokkun þar sem losanir á sorpílátum aukast um 60% samkvæmt lagasetningunni. Við lagasetninguna var fullyrt að breyting þessi yrði ekki íþyngjandi fjárhagslega. Annað hefur sannarlega komið á daginn og fyrirtæki á þessum markaði hafa hækkað verð á sinni þjónustu upp úr öllu valdi. Það lítur út fyrir að gleymst hafi við gerð lagasetningar að ræða við þjónustuaðilana. Þetta nýja kerfi var engan veginn tilbúið. Okkar sorphirðugjöld hafa snarhækkað í samræmi við þetta, en þannig er það nú hjá öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og bæjarfulltrúinn sem þú nefnir ætti að vita þetta sem fulltrúi í bæjarráði og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.“

- Auglýsing -

Varðandi skólamatinn svarar Þór því til að samningur hafi verið framlengdur, „á sama hátt og önnur sveitarfélög gerðu á nákvæmlega sama tíma“ og að bæjarstjórn hafi hækkað niðurgreiðslur sveitarfélagsins á móti hækkunar birgjans.

„Hvað mat í skólastofnanir varðar var einnig framlengt samningi á sama hátt og önnur sveitarfélög gerðu á nákvæmlega sama tíma. Okkar birgi hækkaði sín verð um 33% vegna hækkana aðfanga til sín auk vísitölu. Við hækkuðum niðurgreiðslu sveitarfélagsins á móti.

Hér er unnið að útboðslýsingu á þessum þjónustulið sem og öðrum. Við vonum sannarlega að útkoman verði hagfelld fyrir okkur hjá bænum og foreldra.

- Auglýsing -

Engin athugasemd var gerð við framlengingu þessa samnings á 148. fundi bæjarráðs þar sem þetta var samþykkt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -