Mánudagur 6. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Grafarþögn í íslenskum knattspyrnuheimi – Ótti og hræðsla ræður ríkjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil hræðsla og ótti ríkir nú í íslenska knattspyrnuheiminum.

Eins og greint var frá í nóvember mun íslenska A-landslið karla mæta Ísrael í mars í umspili fyrir Evrópumót karla sem haldið verður á næsta ári. Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta gleðitíðindi fyrir land og þjóð en raunin er allt önnur. Ástæðan er ástandið á Gaza og hernaðaraðgerðir Ísraels á því svæði en talið er tæplega 20 þúsund Palestínubúa hafi látist síðan í október. Þessi leikur setur því KSÍ í flókna stöðu. Sambandið gaf út yfirlýsingu í byrjun árs 2022 að Ísland myndi ekki spila við Rússland meðan hernaður Rússa í Úkraínu héldi áfram.

Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu,“

og

„Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Engin slík yfirlýsing hefur verið gefin út varðandi Ísrael. Ljóst er að komist Ísland á EM muni það þýða miklar tekjur fyrir KSÍ en Ísland mun þurfa að spila við Ísrael, eins og staðan er núna, til að eiga þann möguleika fyrir hendi.

Mannlíf hefur reynt að ná í bæði Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, til að spyrjast fyrir um þetta mál. Hvort það sé réttlætanlegt að leika við Ísrael en ekki Rússland og ef svo er, af hverju?
Þær fyrirspurnir hafa verið hunsaðar.  Önnur flækja í málinu er að nýr formaður mun taka við KSÍ í febrúar en Vanda hefur gefið það út að hún mun ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku. Eins og staðan er í dag er Guðni Bergsson eini frambjóðandinn. Eftir að hafa reynt ná í Guðna í gegnum tölvupóst án árangurs svaraði Guðni blaðamanni Mannlífs símleiðis og bað um að fá að senda svör sín með tölvupósti næsta dag. Síðan þá hafa liðið fjórir dagar og ekkert bólar á svörum Guðna.

Þá hefur Mannlíf sent svipaðar fyrirspurnir á Íslenskan Toppfótbolta, hagsmunasamtök félagsliða í tveimur efstu deildum karla og kvenna, og Leikmannasamtök Íslands en engin svör hafa borist þaðan.

Heimildir Mannlífs herma að málið þyki svo eldfimt að fólk einfaldlega þori ekki að svara og KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar muni þegja um málið eins lengi og mögulegt er. Svipar staða KSÍ mikið til RÚV en fjölmiðlaveldið hefur átt í stökustu vandræðum með að réttlæta þátttöku Ísraels í Eurovision meðan stofnunin krafðist þess að Rússum yrði vikið, sem varð raunin á endanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -