Þriðjudagur 21. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Grímur orðinn nýstúdent: „Ég dimmiteraði einn í laumi og fer í útskriftarferð með vorinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grímur Atlason er orðinn nýstúdent, eftir 33 ára pásu frá menntaskólanámi.

Framkvæmdarstjóri Landssamtakanna Geðhjálpar, Grímur Atlason útskrifaðist sem stúdent í gær. „Fyrir 13.621 degi hóf ég nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Markmiðið var stúdentspróf. Það hafðist í dag en þá útskrifaðist ég sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Ég lauk náminu á 75 önnum – reyndar með 66 anna pásu sem ég tók mér frá vorinu 1990 til haustsins 2023.“ Þannig hefst færsla nýstúdentsins Gríms en þó hann hafi útskrifast úr menntaskóla í gær, er hann vel menntaður, lærði þroskaþjálfann, sagnfræði og er með MBA gráðu í viðskiptafræði. Grímur segist hafa verið efnilegur námsmaður á sínum tíma en leiðst út í fíkniefnaneyslu. „Ég var efnilegur námsmaður á sínum tíma en átti í erfiðleikum með ýmis hugbreytandi efni sem gerðu það að verkum að ég tók síðustu einingu mína við MH vorið 1989 og eftir það datt botninn algjörlega úr skynsamlegum lifnaðarháttum sem endaði með því að þegar vinir mínir dimmiteruðu og lásu til stúdentsprófs þá var ég á Sogni í vímuefnameðferð.“

Þá segir Grímur að hann hafi alltaf langað að í stúdentspróf, þrátt fyrir háskólapróf í vasanum og því hafi hann leyft sért að gera það sem hann langaði. Eftir að hafa kannað í sumar hvað hann þyrfti að gera til að ná stúdentsprófinu, fékk hann að vita að vegna háskólagráðanna, þyrfti hann aðeins að klára einn áfanga og valdi hann dönsku. „Ég valdi dönsku 400 sem heitir víst eitthvað annað í dag en er stórskemmtilegur valáfangi. Mér fannst það táknrænt enda fékk ég D á stúdentsprófi í MH í dönsku sem þýðir: staðið án eininga. Ég stóð mig mjög vel – skilaði öllum verkefnum á réttum tíma og fékk góða einkunn og Kaldal mætti og tók mynd.

Ég dimmiteraði einn í laumi og fer í útskriftarferð með vorinu. Ég er ánægður með mig!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -