Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Guðný María greindist með ólæknandi krabbamein: „Ætla að keppa í Eurovision þegar ég verð 120 ára“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðný María Arnþórsdóttir söngkona, aukaleikari og gleðigjafi hefur greinst með ólæknandi beinmergs-krabbamein. Segist hún þó ætla að verða að minnsta kosti 120 ára gömul.

Flestir kannast við hina hressu og skemmtilegu Guðný Maríu sem glatt hefur landann með lögum og myndböndum við þau á YouTube þar sem hún syngum með sínu nefi um eitt og annað, sumarið, Akureyri, páskahátíðina og margt annað. Á dögunum tilkynnti hún á Facebook að hún hefði verið greind með beinmergs-krabbamein sem heitir Waldenstroms og er ólæknandi. Hér fyrir neðan má sjá færslu hennar sem er vel í hennar létta anda en hún er bjartsýn þrátt fyrir allt.

Guðný María og frændi hennar, úlfaldinn.
Ljósmynd: Aðsend

„í dag fékk Guðný María þær fréttir að hún hefði greinst með beinmergs-krabbamein sem heitir „Waldenströms“ sem er ólæknandi. Hún byrjar í lyfjameðferð í næstu viku og miklu skiptir hvernig líkami hennar bregst við.

❤ þetta er töff staða en samt sem áður get ég sagt þér að ég ætla að lifa og verða afar gömul kona, alla vega 120 ára, ég er alltof ung til að deyja og má alls ekki vera að þessu 🙂 Ég á eftir að gera svo margt, ❤ stuðningur þinn og vinátta skiptir mig afar miklu, love you yndið mitt“

Mannlíf ræddi við Guðnýju Maríu um veikindin.

„Læknarnir eru búnir að blanda sérstakt blóð fyrir mig með þingeyskum úlfalda-blóðkornum og lofti,“ sagði Guðný María glöð í bragði og átti þá við goðsagnakennda niðurstöður úr blóðrannsóknum árið 1970 á blóði Þingeyinga en það ku innihalda úlfaldablóð. Ekki er víst að rannsóknin hafi í raun farið fram en sagan er góð engu að síður.

- Auglýsing -

En hvernig sjúkdómur er Waldenströms?

Samkvæmt heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands, Krabb.is er um að ræða sjaldgæft hægfara krabbamein:

Waldenstömssjúkdómur er sjaldgæft krabbamein. Þetta er ólæknandi hægfara krabbamein B-eitilfruma sem greinist oftast hjá eldra fólki þó dæmi séu um að ungt fólk greinist. Krabbameinið myndast þegar ónæmisfrumur í líkamanum, sem ættu undir eðlilegum kringumstæðum að mynda mótefni og deyja að eðlilegum tíma loknum, fara út af sporinu, byrja að skipta sér stjórnlaust og forðast það að deyja. Þá verða til allt of mörg eintök af þessum tilteknu frumum, og þar sem þær mynda mótefni þá verður of mikið af mótefnum í blóðinu, sem verður þá seigt. Þetta hefur svo áhrif á fjölmörg líffæri og einkennin geta verið illvíg.

- Auglýsing -

Fólk með sjúkdóminn hefur margt lifað með sjúkdómnum og ætlar Guðný María sér að ná 120 ára aldri eins og fyrr var getið. „Ég ætla að keppa í Eurovision með frumsamið lag þegar ég verð 120 ára,“ sagði Guðný María hress að vanda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -