Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Hin goðsagnakennda hljómsveit I Adapt snýr aftur: „Fari þetta fólk til helvítis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harðkjarnahljómsveitin I Adapt snýr aftur eftir 12 ára pásu.

Harðkjarnametalhausar geta tekið gleði sína á ný en hin goðsagnakennda hljómsveit I Adapt hefur ákveðið að snúa aftur og munu spila á tónleikahátíðinni Sátan í Stykkishólmi í júní. Hljómsveitin þótti eins sú allra best á Íslandi fyrsta áratug 21. aldarinnar og hefur hljómsveitin ekki komið fram í 12 ár.

Birkir Fjalar Viðarsson skrifaði um endurkomu þeirra manna á samfélagsmiðlinum Facebook fyrr í dag.

„Hvert sem maður lítur blasir við manni samfélagslegt siðrof, siðferðisleg rotþrær, siðferðislegt skólp, siðferslegir flórar. Eða það er það sem augað nemur, því miður. Vantar meiri fegurð, samhug, samhyggð, ást og svo mætti lengi telja,“ ritar Birkir.

„Valdastétt Íslands og andlitslaus erlend fyrirtæki keppast við að rústa vistkefum landsins áður en það „má ekki“ (sem verður sennilega aldrei).

Þjóðarmorð geysar á fleiri en einum stað og ráðamenn þjóðarinnar ljúga, svíkja, svindla og gera hvað sem þeir geta til að vinna samfélaginu sem minnst, helst ekkert, til gangs, og nú síðast eru þau með líf fimm „brúnna“ barna á samviskunni, af því bara, að er virðist. Fari þetta fólk til helvítis.

Alltént. Stundum er gott að slökkva á toppstykkinu og gleyma sér í galsa og glaum.

Það er ekki ýkja langt síðan þrír vinir hittust í fyrsta skipti, bókstaflega, í 12 ár, allir í kór, og áttu samtal. Með þeim var ungur maður sem potaði í þessa menn og hljóðritaði það sem á milli þeirra fór.

Þremenningarnir umræddu eru kjarni hljómsveitarinnar I Adapt. Íslensk hljómsveit, sjáiði til. Þeir fara hér á hundavaði yfir sögu og þróun sveitarinnar, margt gleymist í hita leiksins (af hverju nefndi ég ekki þessa manneskju, þetta hljómsveit blablabla), ýmislegt er ekki talið til, annað og hinsegin kemur upp úr krafsinu óvænt og svo mætti lengi telja.

Mig langar að þakka Kristni Málmsmiðjustjóra fyrir að gefa okkur tækifæri til að hittast við svona skemmtilegar aðstæður, vel hráir, óundirbúnir og hreinlega að endurnýja kynninn eftir allt of langan viðskilnað. „Blessaður, meistari.“ „Nei, djöfull lítur þú vel út.“ „Notar þú alltaf sama píparann?“ „Ha, hversu mög börn?““

Hægt er að hlusta á nýjan hlaðvarpsþátt um hljómsveitina hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -