Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Húsleit gerð í austurborginni í tengslum við rannsókn á Quang Lé – Þrír handteknir á staðnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húsleit var gerð í austurborg Reykjavíkur í síðustu viku í tengslum við rannsókn á meintum brotum Quang Lé, kærustu hans og bróður. Eru þau grunuð um mansal og peningaþvætti auk annarra brota.

Samkvæmt frétt RÚV gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leit í íbúð og tveimur bifreiðum og handtók þrjá einstaklinga en þau voru öll með víetnamskt ríkisfang. Eftir yfirheyrslu var þeim sleppt.

Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar staðfesti þetta við RÚV en hann segir lögregluna hafa aukreitis lagt hald á frekar gögn við húsleitina, sem staðfestu hefðu grun lögreglunnar, án þess að fara nánar út í það.

Um er að ræða mjög umfangsmikla rannsókn en stór partur af gögnunum og yfirheyrslunum eru á víetnömsku, sem þarfnast þýðinga og túlka, sem er tímafrekt. Miðar rannsóknin vel að sögn Gunnars en gögn í málinu leiddi lögreglu að íbúðinni í austurbænum í síðustu viku.

Þann 17. júní rennur gæsluvarðhald yfir Quang út en þann 18. júní rennur varðahaldið út yfir kærustu hans og bróður. Voru þau handtekin fyrir 15 vikum eftir að lögreglan réðist til aðgerða gegn viðskiptaveldi Quangs 5. mars en sú aðgerð var í undirbúningi í tvo mánuði.

Lögreglan hefur að sögn Gunnars Axels, ekki tekið ákvörðun um framhaldið en almennar reglur kveða á um að þegar sakborningur hefur verið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur, skuli lögregla eða saksóknari gefa út ákæru. Þó er hægt að fara fram yfir þann tíma við sérstakar aðstæður.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -