Föstudagur 19. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Íbúar í Vogum beðnir að hafa samfarir – Farið að bitna á íþróttum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Svo mjög hefur börnum sveitarfélagsins Voga fækkað á undanförnum árum að íbúar þess eru nú hvattir til að njóta ásta sem allra mest í septembermánuði. Börnin eru orðin svo fá að það bitnar á íþróttastarfi bæjarins og af þeim sökum hefur Ungmennafélagið Þróttur blástið til sóknar. September er sérstakur „Ástarmánuður Þróttar“ og íbúar beðnir um að leggja sérstaka áherslu á samfarir í mánuðnum.

Til að kveikja frekar í íbúum sveitarfélagsins hefur ungmennafélagið fengið hjálpartækjaverslunina Blush í lið með sér og fá íbúarnir 10 prósenta afslátt af öllum vörum, nema getnaðarvörnum, í september.

Í tilkynningu sem Ungmennafélagið Þróttur sendi frá sér í dag segir að síðustu árin hafi nemendum fækkað í grunnskóla í Vogum og iðkendum hefur sömuleiðis fækkað í barnastarfinu. Árin 2015 til 2017 var félagið með yfir tíu  iðkendur í öllum sjö manna flokkum í knattspyrnu, einnig var góð þátttaka í öðrum greinum.

„Markmið okkar með þessu átaki er að fjölga iðkendum og hvetja íbúa til að eiga notalega stund saman í september. Við munum svo vonandi taka á móti fleiri iðkendum 2025,“ segir í tilkynningu Þrótta og ræddi Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri ungmennafélagsins, átakið við Víkurfréttir.

„Ég ræddi þessa hugmynd okkar við forsvarsmenn unaðsvöruverslunarinnar Blush og þeir tóku okkur opnum örmum og voru tilbúnir að stökkva á vagninn, þeim fannst þetta frábær hugmynd og voru tilbúin að leggja okkur lið en verslunin leggur það ekki í vana sinn að taka þátt í svona uppákomum. Allir íbúar í Vogum fá því 10% afslátt af unaðsvörum verslunarinnar í september með kóðanum Vogar10. Öll börn sem fæðast í maí og júní fá svo frítt í íþróttaskólabarna 2025 til 2027,“ segir Marteinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -