Fimmtudagur 1. desember, 2022
6.1 C
Reykjavik

„Kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf“- Lést af sárum sínum fimm dögum síðar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tveir karlmenn voru stungnir af karlmanni á þrítugsaldri á Austurvelli um miðja nótt í kjölfar slagsmála. Annar maðurinn lést nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsi og var gerandinn Íslendingur ákærður fyrir að bana hinum albanska Klevis Sula (1997–2017) á Austurvelli í byrjun desember 2017. Samkvæmt ákærunni stakk hann Sula fjórum sinnum.

Gerandinn var jafnframt ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa við sama tilefni stungið annan albanskan mann þrisvar þannig að sá hlaut meðal annars slagæðablæðingu. Gerandinn var dæmdur í 17 ára fangelsi.

Var ógnandi í sinn garð

Íslendingurinn sem ákærður var fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, var fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun og dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Gerandinn neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars 2017. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula og Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Gerandinn neitaði einnig sök í þeim ákærulið.

Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins í júní sama ár. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist gerandinn ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir gerandanum.

Banvænn áverki á hjartanu

- Auglýsing -

Foreldrar Sula kröfðu gerandann um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi var gerandanum gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber gerandanum að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula þrisvar sinnum sömu nótt, það er aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Neitaði hann einnig sök varðandi þann ákærulið.

- Auglýsing -

Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi stungið Sula fjórum sinnum þegar hann réðst á hann á Austurvelli umrædda nótt. Sula lést af sárum sínum fimm dögum síðar en í ákæru segir að áverkinn á hjartanu hafi verið „banvænn og höfðu önnur skurðsár áhrif á andlát hans.“

Samlandi Sula hlaut skurðsár á bakinu og utanverðri öxl, sömuleiðis á vinstri upphandlegg og á kálfa. Sú stunga náði ofan í slagæð og olli slagæðablæðingu.

 

Aðeins tvítugur þegar hann lést

Móðir Sula fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur auk tæplega 900 þúsund króna vegna útlagðs kostnaðar vegna útfarar sonar hennar. Faðir Sula gerir sömuleiðis kröfu um tíu milljónir króna í miskabætur. Maðurinn sem var stunginn en lifði árásina af krafðist 3,2 milljóna króna í bætur. Ákærði í málinu hafnaði bótakröfunum.

Móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.

Klevis Sula var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur þegar hann lést af sárum sínum hér á landi.

Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskyldu Klevis en móðir hans og bróðir, komu til landsins um leið og þau heyrðu af því sem gerðist og voru með Klevis síðustu daga lífs hans.

Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ segir Enea Sula, bróðir Klevis.

„Hann var yndislegur, Hann vildi hjálpa öllum. Vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna,“ segir Natasha Sula, móðir Klevis.

Við héldum að Ísland væri öruggt land

Við réttarhöldin

Vitnisburður vinar Klevis, sem einnig var stunginn umrætt kvöld, er á þá leið að Klevis hafi tekið eftir manni sem var grátandi. Hann hafi boðið honum aðstoð en þá verið stunginn með hnífi. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.

„Hann þekkti hann ekkert samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum. Hann vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann,“ segir Natasha.

Klevis hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði áður en hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi í einhverja mánuði. Hans draumur var að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið að sögn Natasha.

„Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna. Klevis hafði líka alltaf sagt að það gæti ekkert slæmt gerst á Íslandi því hér væri fólk svo gott,“ segir Natasha.

Vinir Klevis hófu fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni á dögunum til að standa straum af útfararkostnaði og kostnaði við að láta flytja líkið til Albaníu. Söfnuninni er nú lokið og segja þau hana hafa gengið vel og eru afar þakklát.

 

Heimildir:

Freyr Gígja Gunnarsson. 21. júní. 2018. … dæmdur í 17 ára fangelsi. RÚV.

Hjálmar Friðriksson. 15. desember 2017. … er grunaður um að hafa stungið Klevis í hjartað: „Þakklát íslensku þjóðinni fyrir hjálpina.“  DV.

Kristín Ólafsdóttir. 21. júní 2018. … dæmdur í 17 ára fangelsi. Vísir

Innlent 21.júní. 2018. Dagur í 17 ára fangelsi fyrir manndráp. MBL.

Nadine Guðrún Yaghi 10. desember 2017„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann.“ Vísir.

Sunna Kristín Hilmarsdóttir. 16. mars 2018. Neitar sök í manndrápsmáli. Vísir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -