Sunnudagur 28. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Krakkaskari henti klaka fram af göngubrú: „Rúðan gengur inn í bílinn, honum bregður og snarhemlar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu mátti muna að stórslys yrði þegar hópur barna henti risastórum og hörðum snjóbolta, klaka, á bifreið niður af göngubrúnni á Miklubraut, við Kringluna, 26. desember síðastliðinn. Í nafnlausri ábendingu sem birt var inni á hverfishópnum, Hlíðar – besta hverfið, eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að tala við börn sín og ungmenni og útskýra afleiðingar og hætturnar sem skapast.

„Þannig er að faðir minn var að keyra framhjá Kringlunni seint að kveldi annars dags jóla. Það voru ekki margir á ferli og sem betur fer, því annars hefði mögulega farið mikið verr,“ segir í færslunni. Maðurinn var á leið vestur eftir Miklubrautinni þegar bílinn skyndilega verður fyrir miklu höggi.

„Rúðan gengur inn í bílinn, honum bregður og snarhemlar,“ er útskýrt og tekið fram að viðkomandi hafi því næst ekið bifreiðinni inn á planið hjá Orkunni og lagt henni þar. Þar stígur ökumaðurinn út úr bílnum og sér þá krakkaskara sem hleypur af göngubrúnni og forðar sér inn í hverfið.

Tjónið

Töluvert tjón varð á bílnum og samkvæmt upplýsingum í færslunni hleypur það hátt í milljón króna. Mesta mildi þykir að enginn hafa slasast við verknaðinn og að ekki hafi verið önnur bifreið yfir aftan þegar ökumanninum bregður og hann snarhemlar.

„Þetta fór eins vel og hægt er í þetta skiptið en hefði getað farið svo miklu verr.“

- Auglýsing -

Foreldrar hvattir til að taka samtalið

„Ég/við trúum því að þessi ungmenni hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau voru að gera en þau læra ekki nema það sé spjallað við þau.“

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að ræða við börn sín og útskýra afleiðingar þess að henda snjó eða klaka í veg fyrir bifreið/ir, og láta þau vita að slíkt athæfi er stranglega bannað.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -