Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Kristín var fjórtán ára þegar hún varð fyrir kynferðislegu áreiti – „Ég þarf að fara að yngja upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er svolítið ástæðan fyrir því að ég flyt í burtu frá Dölunum. Ég flyt á Selfoss. Ég er að forðast hann og samfélagið sem veitti mér ekki stuðning. Ég upplifi mig ekki velkomna þarna,“ segir Kristín Þórarinsdóttir í viðtali við Vísi. Kristín segir þar frá kynferðislegu áreiti sem hún varð fyrir af fullorðins sveitunga hennar þegar hún var fjórtán ára gömul. Í kjölfarið sagði vinkonu sinni frá því sem gerst hafði en eftir það hafi Barnavernd haft samband við móður hennar.

Þegar Kristín var tólf ára gömul byrjaði hún að passa börn sveitunga sinna sem bjuggu skammt frá. Hún segir fjölskylduföðurinn hafa verið óþægilegan í samskiptum og lýsir því hvernig hann hafi faðmað hana og snert. „Ég þarf nú bara að fara að yngja upp“ sagði hann og dró hana að sér eitt skipti þegar Kristín var stödd hjá þeim hjónum. Hún segir að eiginkona mannsins hafi verið viðstödd þegar atvikið átti sér stað. Þrátt fyrir að kona mannsins hafi séð hvað átti sér stað hafi maðurinn hafi alltaf ekið henni heim en þar hafði áreitið verið alvarlegra. Hann hafi meðal annars rennt hendinni niður bak hennar að rassi  og lagt hendina á læri hennar. Eftir að málið fréttist hafi hjónin reynt að koma höggi á Kristínu en viðtalið má lesa í heild sinni á vef Vísis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -