Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

KSÍ óskar eftir fjárhagsaðstoð vegna pylsu: „Við búum við nýjan veru­leika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

KSÍ vill að ríkið hjálpi með greiðslu.

Hitapylsan sem KSÍ hefur notað undanfarnar vikur til að halda Laugardalsvelli nothæfum hefur verið skilað en KSÍ tók hana á leigu frá bresku fyrirtæki. Nú er ljóst ekki verða leiknir fleiri leikir á Laugardalsvelli á næstunni og því óþarfi að halda áfram að leigja pylsuna. Talið er að leigan á hitapylsunni muni kosti einhversstaðar á milli 40 til 45 milljónir króna. KSÍ hefur óskað eftir því að íslenski ríkið aðstoði við að greiða leiguna á pylsunni.

„Við búum við nýjan veru­leika í knatt­spyrnunni í Evrópu, þar á meðal hér á landi. UEFA (Knatt­spyrnu­sam­band Evrópu) hefur lengt mótin og nú er svo komið að reikna þarf með að hægt sé að leika knatt­spyrnu allt árið um kring.

Á þetta við um A lands­lið og fé­lags­lið, karla og kvenna. Auð­vitað viljum við fara í fram­kvæmdir og nota fjár­muni í það, frekar en leigu en það náðist ekki í haust og því var hita­pylsan það eina sem hægt var að gera,“ skrifaði Vanda Sigurðardóttir, formaður KSÍ, í umsókn sem send var inn til Fjárlaganefndar Alþingis.

„Við erum þess einnig full­viss að ekkert sér­sam­band hér á landi hafi þurft að greiða tugi milljóna til þess að gera Þjóðar­höll/Þjóðar­leik­vang leik­færan. Það er ekki rétt­látt að KSÍ þurfi að gera það, eitt sér­sam­banda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -