Tómas segir að öllum þessum nýjungum sé beitt hér á landi og höfundar greinarinnar séu mjög stolt af því.

Á Facebook síðu sinni segir hann að lungnakrabbamein sé enn annað algengasta krabbameinið á Íslandi og dragi fleiri til dauða en nokkurt annað krabbamein. Hann segir þó að góðu fréttirnar séu að 90 prósent tilfella megi rekja til reykinga, en reykingar hafi stórminnkað hérlendis á síðustu áratugum, og því hafi nýgengi sjúkdómsins lækkað.

Hann bætir við að þannig þurfi þetta krabbamein ekki að vera sami faraldur og það er í dag.

Hér má fræðast betur um málið.

- Auglýsing -