Sunnudagur 8. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Margrét Maack fær loksins svör frá Fæðingarorlofssjóði: „Listamenn njóta ekki samúðar í kerfinu eða hjá virkum í athugasemdum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Erla Maack, dansdrottning, skemmtikraftur og gleðigjafi, á von á sínu fyrsta barni ásamt kærasta sínum Tómasi Steindórssyni.

Margrét hefur tjáð sig ítrekað um samskipti sín við Fæðingarorlofssjóð um hvort hún eigi rétt á greiðslum þaðan, hversu háum og við hvaða tímabil bæturnar reiknast. Brá Margrét á það ráð að hópfjármagna fæðingarorlofið á KarolinaFund og voru viðbrögðin ótrúleg, auk þess sem fleiri foreldrar stigu fram með reynslu sína af samskiptum við sjóðinn og lágum greiðslum í fæðingarorlofi.

Sjá einnig: Margrét Erla hópfjármagnar fæðingarorlofið

Margrét er nú komin fimm daga fram yfir settan dag og í gær bárust henni loksins svör frá sjóðnum, eða fæðingarorlofssjóðslottóinu eins og Margrét kallar það.

Seinagangur á svari til Margrét mun hafa helgast af því að umsókn hennar týndist, en núna loksins eru komin svör og þarf hún að sýna fram á hún hafi verið á íslenskum vinnumarkaði, greitt tryggingagjöld og skatta.

„Þakka bara fyrir að vera ekki í dagvinnu ofan á að skila þessum formum,“ segir Margrét og fer yfir hvar hún var að vinna tekjuárið 2018.

„Listamenn og skemmtikraftar njóta ekki samúðar í kerfinu eða hjá virkum í athugasemdum“

- Auglýsing -

Bendir Margrét á að einstaklingar sem velja að vinna sjálfstætt þyrftu að skipuleggja barneignir með tveggja ára fyrirvara, til að eiga kost á að njóta fæðingarorlofs án fjárhagsáhyggna. Segist hún einnig gera sér grein fyrir að sá hópur njóti ekki samúðar í kerfinu eða hjá virkum í athugasemdum.

Þetta þýðir að sjálfstætt starfandi einstaklingar þyrftu að plana barneignir með næstum tveggja ára fyrirvara. Ég geri mér fulla grein fyrir að listamenn og skemmtikraftar hafa enga samúð í kerfinu eða hjá virkum í athugasemdum, en þetta þýðir líka að frumkvöðlar – startupfólkið – getur lent í sama pitt. Barneignaaldur og startupaldur eru nefnilega mjög nálægt hvor öðrum. Svo bendi ég aftur á að næstu kynslóðir sem eignast börn eru í minnkandi mæli 9-5 fólk, og er oft að djöggla fastalaunum, verktakalaunum og er með gríðarlega fljótandi tekjur milli mánaða og árshluta.

Þakkar Margrét fyrir að Tómas er í fullri vinnu og getur því tekið sér sex mánaða fæðingarorlof. Hún þakkar líka þeim sem hafa styrkt söfnunina, sem enn eru 37 dagar eftir af og grínast með að dóttirin sé tilbúin til að koma í heiminn þegar söfnunin hefur náð 150%

Að lokum bendir hún á að hún er tilbúin til að hlusta, þar sem dóttirin lætur bíða eftir sér enn um sinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -