Föstudagur 19. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Margrét Tryggvadóttir svarar gagnrýni Braga Páls: „Ég engist út af þessu máli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Tryggvadóttir segir það hafa verið mistök af Rithöfundasambandinu að dreifa í þeirra nafni, ályktun evrópska rithöfundasambandsins, þar sem árás Rússa á Úkraínu var fordæmt. Sambandið afþakkar að sína Palestínu stuðning.

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur og skáld, gagnrýndi Rithöfundasamband Íslands harðlega á Facebook í gær fyrir að afþakka það að flagga fána Palestínu við skrifstofur sínar en það gerðu nýlega aðildafélög Rafiðnaðarsambands Íslands. Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Frábært að sjá fagfélögin mótmæla þjóðarmorðinu.

Athugið samt að það RSÍ sem þarna flaggar er ekki Rithöfundasamband Íslands, heldur Rafiðnaðarsamband Íslands. Rithöfundasambandið afþakkaði nefnilega að flagga með vísun í þriðju grein sambandsins, þar sem segir: „Rithöfundasamband Íslands tekur ekki þátt í baráttu stjórnmálaflokka né hlutast til um listastefnur, stjórnmálaskoðanir eða trúarbrögð.“ Vissulega er mikilvægt að skerða ekki rétt þeirra félagsmanna sem eru með þá stjórnmálaskoðun að þjóðarmorð sé réttlætanlegt. Nema félagið líti svo á að þjóðarmorð falli undir listastefnu eða trúarbrögð?
Hefði samt haldið að sú staðreynd að rithöfundasambandið fordæmdi árásir Rússa á Úkraínu hefði nægt til þess að grípa til svipaðra aðgerða núna. Eða sú staðreynd að innan rithöfundasambandsins er Palestínskur meðlimur. Eða að í þessari sömu þriðju grein sem sambandið ber fyrir sig sem ómöguleika stendur líka skrifað að tilgangur þess sé meðal annars að „…verja frelsi og heiður bókmennta og ritlistar og standa gegn hvers kyns ofsóknum á hendur rithöfundum og hindrunum í starfi þeirra.“

Ísrael hefur nú þegar myrt rithöfunda, ljóðskáld, þýðendur og blaðafólk í algjörlega sögulegu magni. En það er kannski bara fordæmanlegt þegar hvítt fólk deyr en ekki brúnt?“

Mannlíf heyrði í formanni Rithöfundasambands Íslands, Margréti Tryggvadóttur og spurði hana út í gagnrýnina. Margrét hafði ekki heyrt af henni en sagði sambandið ekki vera pólitískt. „Það er ekki vilji, það er bara samþykkt okkar að taka fyrir að við gerum þetta,“ svaraði hún aðspurð af hverju það væri ekki vilji innan stjórnar Rithöfundasambandsins, til að flagga fána Palestínu. Segir Margrét að á síðustu misserum hafi stjórninni margoft borist beiðnir um að álykta „um hitt og þetta“ og að stjórnin hafi fundað oft vegna þessa. „Íslenskir rithöfundar eyddu stórum hluta tuttugustu aldarinnar í að rífast um pólitík, þannig að þegar okkar samband var stofnað fyrir tæpum fimmtíu árum, var sett inn klausa í lög félagsins um að þau eigi ekki að skipta sér að pólitík eða taka afstöðu.“

En nú tókuð þið afstöðu með Úkraínu, ekki satt?

- Auglýsing -

„Já, það var reyndar ekki alveg þannig því að það sem við gerðum var þannig, og sennilega voru það mistök, en við dreifðum, en í okkar nafni, ályktun Evrópsku rithöfundasamtakanna, og á ensku.“

Mun stjórnin gera slíkt hið sama ef Evrópsku rithöfundasamtökin álykti um þjóðarmorðið á Gaza?

„Nei, veistu ég held ég hreinlega, þetta er reyndar ekki alveg sama stjórn og var fyrir nokkrum árum, en við erum bara búin að fara yfir þessi mál, vegna þess að í hverjum einasta mánuði berast okkur beiðnir. Og ef við hefðum orðið við öllum beiðnunum út af Gaza, þá hefðum við örugglega verið búin að senda út fjórar, eða fimm ályktanir, vegna þess að þær eru bara mjög mismunandi.“

- Auglýsing -

Margrét segir að ályktun Evrópsku rithöfundasamtakanna hafi aðeins snúið að tjáningafrelsi. „Í okkar samþykktum er okkur líka gert að berjast fyrir tjáningafrelsi og auðvitað fer þetta ekki alveg saman, að okkur sé annars vegar óheimilt að taka pólitíska afstöðu og hins vegar fordæma ritskoðun og árásir á blaðamenn og rithöfunda og aðra listamenn. Þannig að þetta er ekki alveg samrýmanlegt í lögunum. Og þessi ályktun hjá Evrópsku rithöfundasamtökunum, sem vísað er í, snýst eingöngu um tjáningarfrelsi. Mér finnst hins vegar ekki við hæfi að smækka þjóðarmorð niður í einhverja ályktun um tjáningarfrelsi rithöfunda þar. Því það hefur líka verið áskorun um það, við tökum þá þann vinkil á það en mér finnst það bara ótrúleg hræsni og alls ekki koma til greina. Það er bara ekki hægt að smætta það sem er að gerast á Gaza niður í ályktun um skoðanafrelsi eða ritfrelsi eða málfrelsi.“

Bragi Páll bendir á í sinni gagnrýni á allan þann fjöldi rithöfunda, ljóðskálda, þýðenda og blaðafólks, sem myrtir hafa verið á Gaza undanfarna mánuði.

„Já, en samt er nú meiri hluti þeirra sem eru fallnir bara börn og ungmenni. En já, maður hefur heyrt ýmislegt og það er bara margt hræðilegt sem sagan geymir og ég held að við ættum ekki að fara í einhverja keppni í hvað er mest og hrikalegast því mannkynssagan er stútfull af hrikalegum dæmum. Og ég er ekki að segja þetta til að gera lítið úr þessu, ég engist út af þessu máli. Þetta er algjörlega hryllilegt og ég held að það velkist enginn í vafa hvar ég stend í pólitík en ég hef ekki umboð sem formaður Rithöfundasambandsins og við sem stjórn, til að álykta um þetta, okkur er hreinilega meinað það í lögunum. Þannig er bara þessi staða.“

En meinar eitthvað ykkur að setja upp fána Palestínu?

„Mér finnst það vera pólitísk yfirlýsing, já.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -