Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Milla Ósk segir móðurhlutverkið vera rússíbana: „Þetta var algjörlega sturlað tímabil“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögfræðingurinn Milla Ósk Magnúsdóttir opnaði sig um móðurhlutverkið í nýlegu viðtali á RÚV en Milla á eitt barn með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra og tvær stjúpdætur. Hún var þó ekki viss um að hún myndi sjálf vilja eignast börn.

„Við eigum gott samband og ég hugsaði, þetta er nóg. Það er yndislegt að hafa þær, fá að vera með þeim og fylgjast með þeim alast upp. Ég var bara, já þetta er komið,“ sagði Milla um málið en hún sér alls ekki eftir að hafa sjálf eignast barn. „Svo núna fatta ég hvað þetta er rosalegt, rosalegar tilfinningar og hvað maður elskar mikið. Ég vissi þetta alveg svo það kom ekkert á óvart en ég fattaði ekki hversu mikið. Það kom skemmtilega á óvart.“

Fékk meðgöngueitrun

Lífið hefur þó ekki alltaf verið auðvelt með lítið barn. „Hann var mikið kveisubarn með bakflæði og mjólkuróþol. Í kjölfarið á því fylgdi svefnvandi, hann svaf illa og lítið,“ sagði Milla og tók sérstaklega fram að fyrstu sjö átta mánuðirnir hafi verið strembnir. „Kveisa í sjálfu sér er fullkomlega sturlað fyrirbæri. Þetta var algjörlega sturlað tímabil og maður man eiginlega ekkert eftir því. Það fennir mjög fljótt yfir þennan tíma. Þetta var alls ekki auðvelt og að vera með meðgöngueitrun, alls konar fylgikvillar sem fylgja því líkamlega fyrir mig. Þetta var mjög mikill rússíbani.“

Þá sagði hún einnig frá því að hennar stærsti ótti sé að eitthvað komi fyrir son hennar. „Ég óttast að eitthvað komi fyrir hann, eiginlega sama hvað. Allt frá því að hann sé svangur í eitthvað alvarlegt. Það er klassískur mömmukvíði í mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -